fimmtudagur, nóvember 10

Jólakort 2011 !

Jólakort 2011 !
Myndir Ágústar prýða jólakort Sigurvonar !
Tvö ný jólakort Krabbameinsfélagsins Sigurvonar á norðanverðum Vestfjörðum eru komin í prentun. Aftur eru þau prýdd myndum áhugaljósmyndarans Ágústar G. Atlasonar . Ágúst vill  styrkja gott málefni og gefur því félaginu afnot af myndunum. Ágúst hefur verið öflugur í ljósmyndun undanfarin misseri og haldið víða sýningar. Hann hefur fengist við ljósmyndun síðan 1990. Einstakt landslag Vestfjarða er vinsælt myndefni hjá Ágústi og þarf engan að undra það miðað við fegurðina á meðfylgjandi myndum sem prýða tvö af jólakortum Sigurvonar. 
Jólakortin koma í sölu von bráðar en ágóðinn rennur í styrktarsjóð Sigurvonar.

miðvikudagur, nóvember 9

Aðalfundur 15. nóvember kl. 20:00 !


Aðalfundur Sigurvonar verður haldinn 
n.k. þriðjudag, 15. nóvember kl. 20:00 
að Pollgötu 4. 
Venjuleg aðalfundarstörf.
Boðið verður upp á kaffi og léttar veitingar. 
Hvetjum alla til að mæta !
Vel var mætt á fyrirlestur sem fram fór síðasta laugardag á Hótel Ísafirði, í tilefni af 10 ára afmæli Sigurvonar. Boðið var upp á súpu í hádeginu og þökkum við góðar mótttökur. Hér má sjá myndir

Jólakortin eru komin í prentun og væntanleg í verslanir í lok næstu viku !

miðvikudagur, nóvember 2

Sigurvon 10 ára !

Í tilefni 10 ára afmælis Sigurvonar verður haldinn fyrirlestur 
n.k. laugardag kl. 11:00 á Hótel Ísafirði. 
Boðið verður upp á súpu og kaffi í hádeginu.

Lára G. Sigurðardóttir læknir
hjá Krabbameinsfélaginu
og doktorsnemi í lýðheilsu flytur fyrirlestur um
Konur – Lífsstíl – Krabbamein

Til stóð að bjóða einnig upp á beinþéttnimælingu eftir hádegi, en því miður bilaði mælirinn og ekki víst að hann komi vestur í tíma, höfum bara annan í afmæli mjög fljótlega, ef ekki tekst að laga mælinn fyrir laugardag :o)

Allir velkomnir - stjórnin !