fimmtudagur, febrúar 25

Pinnasala 6. - 8. mars n.k. !

Mars mánuður verður tileinkaður kynningarátaki nefnt Karlar og krabbamein. Stórt margþætt fjáröflunar og kynningarátak verður á vegum Krabbameinsfélags Íslands á tímabilinu 6. mars - 2. apríl. Pinnasala fer fram dagana 6.-8. mars og mun Krabbameinsfélagið Sigurvon taka þátt í þeirri sölu. Þeir sem vilja leggja þessu verkefni lið vinsamlegast hafið samband við Ingibjörgu Snorra í síma 867-7942. Pinninn kostar 1.500 kr. og verður seldur fyrir utan kjörstaði.... ef að kosningu verður, annars á að ganga í hús. Frekari myndir af þessum flotta pinna, sem er í formi yfirvaraskeggs má sjá hér.

miðvikudagur, febrúar 17

Blettaskoðun 5. mars milli kl. 14 og 16 !

Hinn árlegi blettadagur Krabbameinsfélagsins Sigurvonar fer fram föstudaginn 5. mars n.k. á milli kl. 14:00 og 16:00. Ekki þarf að panta tíma, bara mæta og kostar þetta ekkert. Þorsteinn og Fjölnir sjá um að skoða alla bletti alveg að kostnaðarlausu ! Hvetjum við sem flesta til nýta þetta tækifæri en skoðunin fer fram á Heilsugæslustöðinni á Ísafirði !

föstudagur, febrúar 5

Vinir í von koma saman á morgun !

Vinir í Von koma saman kl. 11 í fyrramálið að Mánagötu 6 og verður spjallfundur. Eins og ákveðið var á síðasta fundi, hittast Vinir í von 1. laugardag hvers mánaðar og er þá spjallfundur, kynningar eða námskeið, 3. hvern laugardag er útivist ásamt spjalli. Á morgun mun jafnframt fara fram kynning á ýmsum námskeiðum sem eru í boði hjá Vesturafli, einnig verður starfsemi Vesturafls kynnt.