Jólakort 2007

Hér má finna hagnýtar upplýsingar til krabbameinssjúklinga og aðstandenda þeirra.
Skrifstofan er opin þriðjudaga og fimmtudaga frá 11-13 Sími 456 5650. Einnig er hægt að ná í starfsmann á öðrum tímum í síma 849 6560
Reikningur félagsins er í banka 0556 hb. 26 reikn. 2060 kt. 470102 4540
Hagnýtar Upplýsingar
Opnir umræðufundir um hagnýtar upplýsingar fyrir fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þess á þriðjudögum kl. 11:00 til 12:00.
Sálrænn stuðningur - áfallahjálp
Umræðufundir um hvaða áhrif greining krabbameins getur haft á einstaklinginn og aðstandendur hans á miðvikudögum kl. 11:00 til 12:00.
Kyrrðarstund
með hugleiðslu á föstudögum kl. 11:00 til 12:00. Kyrrðarstundin hefst á spjalli um áhrif andlegrar iðkunar á líkamann og hvernig trúarleg iðkun vinnur gegn streitu. Síðan er slökun og hugleiðsla en hugleiðsla veitir betri stjórn á huga og líkama.
Listmeðferð
Námskeið í listmeðferð fyrir fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þess hófst þriðjudaginn 20. nóvember 2007. Um er að ræða þriggja vikna námskeið sem verður haldið á þriðjudögum kl. 16:00 til 18:00.
Sjálfsstyrkingar- og ræðunámskeið (“POWERtalk”)
Sex vikna námskeið á mánudögum kl. 16:00. Farið er yfir eftirfarandi efni:
1. vika: Undirbúningur og uppbygging ræðu.
2. vika: Framkoma - að fanga og halda athygli áheyrenda.
3. vika: Raddbeiting – að hafa stjórn á hlustun áheyrenda.
4. vika: Líkamstjáning – að halda óskiptri athygli áheyrenda.
5. vika: Hjálpargögn.
6. vika: Að koma öllu heim og saman.
Næsta námskeið verður hefst 7. janúar 2008.
Kynningarfundir “Leiðir að betri líðan”
Fræðsla um endurhæfingu og stuðning fyrir fólk sem greint er með krabbamein og aðstandendur þess. Fræðsla er samstarfsverkefni Endurhæfingar Landspítalans og Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins, á miðvikudögum kl. 13:00-14:00.