fimmtudagur, nóvember 22

Jólakort 2007

Séð yfir Dagverðardal og Skutulsfjörð !Neðsti !Sjómannastyttan !Bæst hefur við ný mynd á jólakortin, en jafnframt verður hægt að fá myndir frá síðasta ári. Listamaðurinn heitir Ómar Smári Kristinsson og hefur gefið Sigurvon leyfi til að nota glæsilega teiknaðar myndir sínar, félaginu að kostnaðarlausu. Jólakortin eru nú komin víða í sölu og má yfirleitt nálgast þau á sömu stöðum og minningarkort félagsins eru seld. Kostar stykkið 100 kr. og eru þau líka seld í búntum, 10 saman. Helstu sölustaðir jólakortanna á Ísafirði í ár eru, Húsasmiðjan, Birkir ehf., Hafnarbúðin, Hlíf II, Blómaturninn, Office 1 og Heilsugæslan. Hvetjum við Ísfirðinga sem aðra að vera duglega að koma við í þessum verslunum.

Dagskrá Ráðgjafarþjónustu !

Hagnýtar Upplýsingar
Opnir umræðufundir um hagnýtar upplýsingar fyrir fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þess á þriðjudögum kl. 11:00 til 12:00.

Sálrænn stuðningur - áfallahjálp
Umræðufundir um hvaða áhrif greining krabbameins getur haft á einstaklinginn og aðstandendur hans á miðvikudögum kl. 11:00 til 12:00.

Kyrrðarstund
með hugleiðslu á föstudögum kl. 11:00 til 12:00. Kyrrðarstundin hefst á spjalli um áhrif andlegrar iðkunar á líkamann og hvernig trúarleg iðkun vinnur gegn streitu. Síðan er slökun og hugleiðsla en hugleiðsla veitir betri stjórn á huga og líkama.

Listmeðferð
Námskeið í listmeðferð fyrir fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þess hófst þriðjudaginn 20. nóvember 2007. Um er að ræða þriggja vikna námskeið sem verður haldið á þriðjudögum kl. 16:00 til 18:00.

Sjálfsstyrkingar- og ræðunámskeið (“POWERtalk”)
Sex vikna námskeið á mánudögum kl. 16:00. Farið er yfir eftirfarandi efni:
1. vika: Undirbúningur og uppbygging ræðu.
2. vika: Framkoma - að fanga og halda athygli áheyrenda.
3. vika: Raddbeiting – að hafa stjórn á hlustun áheyrenda.
4. vika: Líkamstjáning – að halda óskiptri athygli áheyrenda.
5. vika: Hjálpargögn.
6. vika: Að koma öllu heim og saman.
Næsta námskeið verður hefst 7. janúar 2008.

Kynningarfundir “Leiðir að betri líðan”
Fræðsla um endurhæfingu og stuðning fyrir fólk sem greint er með krabbamein og aðstandendur þess. Fræðsla er samstarfsverkefni Endurhæfingar Landspítalans og Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins, á miðvikudögum kl. 13:00-14:00.

þriðjudagur, nóvember 13

Leiðir að betri líðan !

Leiðir að betri líðan !Fræðsla um endurhæfingu og stuðning fyrir fólk greint með krabbamein og aðstandendur þess. Alla miðvikudaga kl. 13 - 14 í húsi Krabbameinsfélagsins að Skógarhlíð 8, 1. hæð. Aðgangur ókeypis. Nánari upplýsingar í símum 540 1916 og 543 9219
Samstarf Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins og Endurhæfingar eftir greiningu krabbameins LSH Fossvogi