þriðjudagur, október 28
Þá eru væntanleg jólakort þessa árs og eru þau í prentun. Verða þau send út í verslanir um leið og þau berast ! Sama verð er og undanfarin ár, eða 100 kr. kortið og eru þau seld 10 saman í poka á 1.000.- kr. Jafnframt verður hægt að kaupa stök kort. Listamaðurinn heitir Ómar Smári Kristinsson og hefur hann gefið Sigurvon leyfi til að nota glæsilega teiknaðar myndir sínar, félaginu að kostnaðarlausu. Kortin munu verða til sölu á eftirfarandi stöðum: Húsasmiðjan, Birkir ehf., Hafnarbúðin, Hlíf II, Blómabúðin, Office 1 og Heilsugæslan, einnig verður reynt að koma kortunum til sölu í nágrannabyggðalögum. Hvetjum við Ísfirðinga sem aðra að vera duglega að koma við í þessum verslunum og styrkja þannig gott málefni !
sunnudagur, október 19
Kvartett Camerata í Hömrum 25. október !
Tónleikar verða í Hömrum, laugardaginn 25. október 2008 kl. 17.00
Aðgangseyrir 1.000 krónur rennur óskiptur til Krabbameinsfélagsins Sigurvonar
Aðgangseyrir 1.000 krónur rennur óskiptur til Krabbameinsfélagsins Sigurvonar
Koncert w Auli Szkoły Muzycznej “Hamrar” w Ísafjörður
Sobota 25. październik 2008 godz. 17.00Wstęp 1.000 koron, przeznaczony jest na Fundusz Pomocy Chorym na Raka – Krabbameinsfélagsins Sigurvonar
fimmtudagur, október 16
Aðalfundur gekk vel !
Aðalfundur Krabbameinsfélagsins Sigurvonar fór fram í gærkvöldi á Hótel Ísafirði. Var mikið spjallað og gekk fundurinn vel og meðlæti rann ljúft niður í boði Sparisjóðs Vestfirðinga. Farið var yfir starf félagsins árið 2007 og kosin óbreytt stjórn. Félagsgjöld verða áfram 2.000 kr. og vill félagið nota tækifærið og þakka allan þann stuðning sem það hefur fengið frá upphafi !