miðvikudagur, september 23

Dagskrá Ráðgjafarþjónustu til 10. nóv. !

Opið að Skógarhlíð 8, 1. hæð alla virka daga kl. 09.00-16.00. Sími 800 4040. Netfang 8004040@krabb.is Hægt er að panta viðtal við félagsráðgjafa, hjúkrunarfræðing eða koma á staðinn. Aðstaða fyrir fundi og námskeið og til að hittast yfir kaffibolla. Stuðningshópar halda flesta sína fundi í húsnæðinu. Framkvæmdastjóri Krafts, stuðningsfélags fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur, er með skrifstofu í Ráðgjafarþjónustunni. Öll þjónustan er án endurgjalds.
Hér má sjá nánari dagskrá 21. sept. til 10. nóv. 2009 !

mánudagur, september 21

Nýjar uppgötvanir v/blöðruhálskrabba !

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar ásamt vísindamönnum í Finnlandi, Hollandi, Bandaríkjunum og á Spáni, hafa fundið fjóra breytileika í erfðamengi mannsins, sem auka mjög líkur á krabbameini í blöðruhálskirtli, segir í tilkynningu frá Íslenskri erfðagreiningu. Þessar niðurstöður verða nýttar til frekari greiningarprófana og munu væntanlega gagnast í baráttunni við þessa tegund krabbameins. Frétt á Vísir, 21. sep. 2009 08:07 .

mánudagur, september 7

Fjórir ættliðir tóku þátt í Göngum saman !

Góð þátttaka var í göngu "Göngum saman" í gær og mættu skvísur á öllum aldri, börn og herramenn. Töluvert var um að heilu ættliðirnir tækju þátt ýmis 3 eða 4. Gengnar voru tvær vegalengdir 3 og 7 km. Veðrið var yndislegt og í lok göngu fengu allir fótakrem fra Eyvon, drykk í boði Vífilfells og bakkelsi í boði Gamla bakarísins. Buff voru einnig seld á staðnum og vilja Sigurvon og Heilsuefling Ísafjarðarbæjar þakka kærlega fyrir góða þátttöku, sjálfboðavinnu og alla styrki og stuðning, sem var veittur í ýmsu formi :-)

þriðjudagur, september 1

Göngum saman á Ísafirði 6. sept. kl. 11:00 !

Verið velkomin í styrktargöngu Göngum saman
Gengið verður frá Gamla sjúkrahúsinu sunnudaginn
6. september kl. 11.00
Boðið verður upp á tvær vegalengdir 3 og 7 km
Skráning á http://www.gongumsaman.is/ eða á staðnum.
Þátttökugjald 3.000 kr, rennur beint til grunnrannsókna á brjóstakrabbameini.
Frítt fyrir börn.
Buff verða seld til styrktar samtökunum.
Eftir gönguna verður boðið upp á léttar veitingar.
Göngum saman og styrkjum gott málefni

VIÐ STYRKJUM RANNSÓKNIR Á BRJÓSTAKRABBAMEINI !

Krabbameinsfélagið Sigurvon
Heilsuefling í Ísafjarðarbæ

Víða hægt að leita upplýsinga !

Þá er starfsmaður Sigurvonar mættur að mestu eftir sumarfrí, en mun vinna heiman frá sér þennan mánuðinn. Ekkert mál að taka upp símann og hafa samband, annað hvort í 456 5135 eða 867 7942 og spyrja um Ingibjörgu. Töluvert hefur verið haft samband síðustu mánuði þ.s. fólk er að leita upplýsinga og vil ég sérstaklega benda fólki á Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins í síma 540 1916. Hún er til húsa að Skógarhlíð 8 í húsi Krabbameinsfélagsins og er á fyrstu hæð. Þar eru m.a. veittar hagnýtar upplýsingar. Þar er alltaf kaffi á könnunni og öllum velkomið að líta við í spjall. Kraftur er annað félag, sem mjög gott er að leita til, en það er Stuðningsfélag fyrir ungt fólk og aðstandendur, sími 866 9600. Að sjálfsögðu minnum við enn og aftur á Sigurvon, sem jafnframt veitir allar upplýsingar !