fimmtudagur, apríl 27
miðvikudagur, apríl 12
Hvíldardvöl að Löngumýri í Varmahlíð
Sigurvon auglýsir eftir styrkþegum til hvíldardvalar að Löngumýri í Varmahlíð.
Létt dagskrá er í boði, matur innifalinn og góð aðstaða til hvíldar. Einnig er hægt að fara í léttar göngur um svæðið. Boðið er upp á fimm daga dvöl frá 14. - 18. ágúst næstkomandi og eins er í boði helgardvöl (sjá nánari upplýsingar hér neðar á síðunni). Sigurvon mun styrkja fimm manns til helgardvarlar og fimm til lengri dvalar og einn aðstandenda hvers og eins. Styrkþegar þurfa annað hvort að vera í meðferð eða hafa lokið meðferð á síðastliðnum tólf mánuðum. Rétt er að taka fram að hjúkrun er ekki á staðnum og akstur til og frá staðnum ekki innifalinn.
Umsóknir skulu berast fyrir 6. maí og sendast til:
Sigurvon, v/Löngumýri
Suðurgötu 9, 400 Ísafirði
eða á netfangið sigurvon@krabb.is
Létt dagskrá er í boði, matur innifalinn og góð aðstaða til hvíldar. Einnig er hægt að fara í léttar göngur um svæðið. Boðið er upp á fimm daga dvöl frá 14. - 18. ágúst næstkomandi og eins er í boði helgardvöl (sjá nánari upplýsingar hér neðar á síðunni). Sigurvon mun styrkja fimm manns til helgardvarlar og fimm til lengri dvalar og einn aðstandenda hvers og eins. Styrkþegar þurfa annað hvort að vera í meðferð eða hafa lokið meðferð á síðastliðnum tólf mánuðum. Rétt er að taka fram að hjúkrun er ekki á staðnum og akstur til og frá staðnum ekki innifalinn.
Umsóknir skulu berast fyrir 6. maí og sendast til:
Sigurvon, v/Löngumýri
Suðurgötu 9, 400 Ísafirði
eða á netfangið sigurvon@krabb.is
"Vinir í von" með páskasamveru !!

þriðjudagur, apríl 11
Orlofsdvöl á Löngumýri 2006

Helgardvöl 12-14 maí. Verð 4.000 kr. á mann, allt innifalið nema ferðir.
5 daga dvöl 10-14 júlí og 14-18 ágúst. Verð 11.000 kr. á mann, allt innifalið nema ferðir. Það ganga rútur daglega milli Reykjavíkur og Akureyrar með viðkomu í Varmahlíð. Einnig er flug til Sauðárkróks flesta daga. Dvalargestir verða sóttir í Varmahlíð eða á flugvöllinn á Sauðárkróki, ef þeir ætla að nota sér þessar ferðir, það þarf bara að láta vita fyrirfram.
Sækja þarf um fyrir 9. maí vegna helgardvalar, en fyrir 5. júlí og 6. ágúst vegna 5 daga dvalar. Skráning og nánari upplýsingar eru hjá Maríu í síma 863 6039 eða á netfangið reykdal@islandia.is
Meðfylgjandi eru drög að dagskrá.
Helgardvöl
12. maí
Mæting frá kl. 13-18 Gestir koma sér fyrir á herbergjum og hvílast
19:00 Kvöldverður
20:00 Kynning á dagskrá og gestum
20:30 Sigríður Gunnarsdóttir guðfræðingur flytur erindi. Sjálfsstyrking
13. maí
08:30-10:00 Morgunverður
10:00-12:00 Frjáls tími
12:00-13.00 Hádegisverður
13:00-13:40 Hvíld
13:40-15:30 Létt ganga um Varmahlíðarskóg upp á Reykjarhól og sund
15:30-16:00 Kaffi
16:00-18:00 Frjáls tími
18:00-19:30 Grillveisla ásamt félögum úr Dugi
19:30-23:30 Kvöldvaka. Fjölbreytt skemmtidagskrá
14. maí
08:30-10:00 Morgunverður
11:00-12:00 Helgistund í kapellunni á Löngumýri
12:00-13:00 Hádegisverður
13:00-14:00 Hvíld
14:00-18:00 Brottför
5 daga dvöl
Mánudagur
Mæting frá kl.16-18. Gestir koma sér fyrir á herbergjum og hvílast.
19:00 Kvöldverður
20:00 Kynning á dagskrá og gestum
20:30 Sigríður Gunnarsdóttir guðfræðingur flytur erindi. Sjálfsstyrking
Þriðjudagur
08:30-10:00 Morgunverður
10:00-12:00 Frjáls tími
12:00-13.00 Hádegisverður
13:00-13:40 Hvíld
14:00-15:30 Létt ganga um Varmahlíðarskóg upp á Reykjarhól eða um nágr.
15:30-16:00 Kaffi
16:00-18:00 Frjáls tími
18:30-19:30 Kvöldverður
20:00- Fræðslukvöld “Krabbamein og þunglyndi”
Miðvikudagur
08:30-10:00 Morgunverður
10:00-12:00 Frjáls tími
12:00-13:00 Hádegisverður
13:00-18:00 Ferðalag
18:30-19:30 Kvöldverður
Fimmtudagur
08:30-10:00 Morgunverður
10:00-12:00 Frjáls tími
12:00-13:00 Hádegisverður
13:00-18:00 Grillveisla
20:00 Kvöldvaka. Fjölbreytt dagskrá
Föstudagur
08:30-10:00 Morgunverður
10:30-11:30 Helgistund í kapellunni á Löngumýri
12:00-13:00 Hádegisverður
13:00-14:00 Brottför
fimmtudagur, apríl 6
"Vinir í von" fagna páskum !!

Vel lukkaður aðalfundur !!
