þriðjudagur, október 16
Á fimmta tug fundargesta mættu á Formannafundinn hér á Ísafirði. Fyrstu gestir voru mættir á föstudegi og var dagurinn nýttur í vettvangsferð og endað á súpu og meðlæti í Kiwanishúsinu. Laugardagurinn fór svo í fundarsetu, útsýnisferð og skemmtun ! Þeir sem fluttu erindi voru m.a. Sigurður Björnsson, Guðrún Agnarsdóttir og Ragnheiður Alfreðsdóttir, en Sigurður sagði m.a. frá að til stæði að hefja mikla rannsókn og leit að ristilkrabbameini í öllum 45 ára og eldri á Íslandi, Guðrún sagði t.d. frá fjármögnun á nýjum tækjum í leitarstöðina og Ragnheiður ræddi og kynnti nýju Ráðgjafaþjónustuna við KÍ. Miklar umræður voru um endurskoðun vefsíðu KÍ og margir tóku til máls um hin ýmsu mál. Elín Ólafsdóttir sá um að enginn varð svangur á fundinum, sem tókst vel í alla staði.
fimmtudagur, október 11
fimmtudagur, október 4
Bleika slaufan líka úr áli !
Nú er hægt að kaupa "bleika ál slaufu" víða á Ísafirði. Allur ágóði af sölu "bleiku slaufunnar" 2007 fer til kaupa á nýju ómtæki við Leitarstöð Krabbameinsfélagsins. Bleika ál slaufan fæst t.d. hjá Birki ehf., Heilsugæslustöðinni, Blómabúðinni, Apótekinu og bensínstöðinni N1. Kostar hún að lágmarki 500 kr. og er hinn fínasti skartgripur og prýðir jafnt konur sem kalla, unga sem aldna !
Sjá einnig á fréttavef BB
Sjá einnig á fréttavef BB
þriðjudagur, október 2
Safnahúsið og Holtskirkja í bleiku ljósi !
Í tilefni þess að október mánuður verður helgaður baráttu gegn brjóstakrabbameini verða ýmsar byggingar lýstar upp með bleiku ljósi um allan heim. Í Ísafjarðarbæ verða Safnahúsið á Ísafirði og Holtskirkja í Önundarfirði lýst upp með þessum hætti. Vonir standa til að hægt verði að lýsa einnig upp Hólskirkju í Bolungarvík en óvíst er að af því verði vegna bilunar í kösturum. Er þetta liður í alþjóðlegu árveknisátaki sem nú er hrint af stað áttunda árið í röð að frumkvæði Estée Lauder. Bleik slaufa er tákn átaksins.
Konur eru þá fræddar um brjóstakrabbamein og hvattar til að nýta sér boð Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins um röntgenmyndatöku. Bleiku slaufurnar má nálgast í rúmlega þrjátíu verslunum hér á landi sem selja vörur frá Estée Lauder, þar á meðal er Silfurtorg á Ísafirði. Þær fást í Lyfju á Ísafirði. Öllum ágóða af sölunni verður varið til verkefna sem valin verða í samráði við Krabbameinsfélagið og Samhjálp kvenna, sem eru samtök kvenna sem greinst hafa með krabbamein í brjóstum.
Ár hvert greinast 160-170 íslenskar konur með brjóstakrabbamein, þar af er nær helmingurinn á aldrinum frá 30 til 60 ára. Fjöldi nýrra tilfella hefur verið að aukast en lífshorfurnar hafa einnig batnað mikið.
thelma@bb.is - Frétt af vef BB.is
Konur eru þá fræddar um brjóstakrabbamein og hvattar til að nýta sér boð Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins um röntgenmyndatöku. Bleiku slaufurnar má nálgast í rúmlega þrjátíu verslunum hér á landi sem selja vörur frá Estée Lauder, þar á meðal er Silfurtorg á Ísafirði. Þær fást í Lyfju á Ísafirði. Öllum ágóða af sölunni verður varið til verkefna sem valin verða í samráði við Krabbameinsfélagið og Samhjálp kvenna, sem eru samtök kvenna sem greinst hafa með krabbamein í brjóstum.
Ár hvert greinast 160-170 íslenskar konur með brjóstakrabbamein, þar af er nær helmingurinn á aldrinum frá 30 til 60 ára. Fjöldi nýrra tilfella hefur verið að aukast en lífshorfurnar hafa einnig batnað mikið.
thelma@bb.is - Frétt af vef BB.is