þriðjudagur, febrúar 26

Vinir í von funda laugardaginn 1. mars !

Vinir í von
Fyrsta samverustund hjá Vinir í von fer fram n.k. laugardag, 1. mars kl. 13:00. Fundarstaður er í þjónustumiðstöð Sigurvonar að Suðurgötu 9 og vonumst við til að sjá sem flesta. Á léttri og frjálslegri dagskrá er að skipuleggja starfið framundan, leggja línurnar og gera eitthvað skemmtilegt saman. Jafnt krabbameinsgreindir sem aðstandendur eru velkomnir og er stefnan að vera með ýmsar uppákomur, örnámskeið, leiki, spjall, kaffi/te, göngutúra svo eitthvað sé nefnt !

Tengiliður samverustunda er Heiðrún Björnsdóttir 869-8286,

Opnunartími þjónustumiðstöðvar Sigurvonar:
þriðjudaga 10:00 – 12:00
miðvikudaga 10:00 – 12:00 og
fimmtudaga 11:00-13:00

Einnig er hægt að skilja eftir skilaboð á símsvara félagsins
í síma 456-5650

fimmtudagur, febrúar 14

Orlofsdvöl að Löngumýri 2008 !

matsalurÁ sumri komandi verður framhald á orlofsdvöl að Löngumýri.

Verða í boði 3 tímabil, 4.-8. júlí, 28. júlí – 1. ágúst. Síðasta tímabilið er svo eftir verslunarmannahelgi 4.-8. ágúst.

Dagskráin er einföld. Lögð er áhersla á góðan mat, hreyfingu við hæfi, fræðsluerindi, helgistundir, kvöldvökur, en umfram allt jákvætt andúmsloft og viðmót. Farið er í eitt ferðalag um Skagafjörð eða nágrenni. Pláss er fyrir allt að 30 manns í 17 herbergjum. Heitir pottar, kapella, hlýleg setustofa og rúmgóður matsalur.

Fyrir þá sem setja akstur út á land fyrir sig þá gengur áætlun Hópferðamiðstöðvarinnar alla daga og ekur fólki hingað heim í hlað fyrir eitt orð.

Hvetjum við fólk til að sækja um, en Sigurvon greiðir alfarið dvalarkostnað fyrir sína félaga í Krabbameinsfélaginu Sigurvon. Hægt er að senda inn beiðnir um orlofsdvöl á netfangið sigurvon@snerpa.is og hringja í síma 456 5650 !

þriðjudagur, febrúar 5

Hefur búseta áhrif á líðan og bjargráð einstaklinga ?

MÁLSTOFA Á VEGUM HEILBRIGÐISDEILDAR
Dr. Elísabet Hjörleifsdóttir lektor við heilbrigðisdeild HA og sérfræðingur í hjúkrun krabbameinssjúklinga heldur fyrirlestur fimmtudaginn 7. febrúar í stofu L201 að Sólborg kl. 12:10-12: 55. Margir Íslendingar sem greinast með krabbamein þurfa að sækja meðferð í öðrum landshlutum. Sýnt hefur verið fram á að það að greinast með krabbamein og gangast undir meðferð eykur andlegt álag en lítið er vitað um hvort búseta skipti þar máli. Rannsóknarniðurstöður sem hér verða til umfjöllunar beinast að því hvort munur sé á andlegu álagi og bjargráðum hjá þeim hópi sjúklinga sem fær meðferð á heimaslóð annars vegar og hins vegar hjá þeim sem þurfa að ferðast langan veg og dvelja að heiman vegna meðferðar. Sérstök áhersla var lögð á að skoða hvort kynjamunur væri á andlegu álagi og bjargráðum, hvort aldur skipti þar máli og hvaða þættir gætu haft áhrif á líðan. Hefur búseta áhrif á líðan og bjargráð einstaklinga í lyfja og geislameðferð vegna krabbameins?
Málstofan er öllum opin.
ATH! Málstofan verður send út í beinni útsendingu á slóðinni http://ikarus.unak.is/ha_malstofa
Ef áhugi er á að vera í fjarfundasambandi er hægt að gefa upp IP-númer á netfangið: gudfinna@unak.is

Háskólinn á Akureyri Sólborg v/Norðurslóð 600 Akureyri sími: 460 8000 www.unak.is