þriðjudagur, október 31
Þessar myndir eru teiknaðar af Ómari Smára Kristinssyni og hefur hann gefið Sigurvon leyfi til að nota þær félaginu að kostnaðarlausu. Kortin eru til sölu víða á Vestfjörðum og má yfirleitt nálgast þau á sömu stöðum og minningarkort félagsins eru seld. Kostar stykkið 100 kr. og eru þau líka seld í búntum, 10 saman. Helstu sölustaðir á Ísafirði eru, Húsasmiðjan, Birkir ehf., Hlíf II, Blómaturninn og Heilsugæslan
þriðjudagur, október 24
5 ára afmæli Sigurvonar 4. nóvember !!
Í tilefni af því að Krabbameinsfélagið Sigurvon er 5 ára, verður haldinn afmælisfundur á Hótel Ísafirði, laugardaginn 4. nóvember n.k. kl. 14:00. Gestafyrirlesarar verða læknarnir Sigurður Björnsson, formaður stjórnar Krabbameinsfélags Íslands og Guðrún Agnarsdóttir, forstjóri Krabbameinsfélags Íslands. Boðið verður upp á tónlistaratriði og kaffi og meðlæti verður í boði Sparisjóðs Vestfirðinga. Allir hjartanlega velkomnir !
Stjórnin
Stjórnin
fimmtudagur, október 19
Málþing Samhjálpar kvenna
Hvað getum við lært af öðrum þjóðum? Samhjálp kvenna efnir til málþings um brjóstakrabbamein þriðjudaginn 24. október 2006 kl. 20.00 að Skógarhlíð 8 í Reykjavík. Ávörp flytja m.a. Guðrún Sigurjónsdóttir formaður Samhjálpar kvenna, Kristján Skúli Ásgeirsson brjóstaskurðlæknir ásamt læknunum Sigurði Björnssyni og Þorvaldi Jónssyni og Gunnhildi Magnúsdóttur hjúkrunarfræðingi
þriðjudagur, október 17
Bleikar slaufur í Ísafjarðarapóteki !
Viljum vekja athygli á því að enn er nóg til af bleikum slaufum í apótekinu, en þær eru víða uppseldar. Bleika slaufan er alþjóðlegt merki átaks til að vekja athygli á brjóstakrabbameini. Öllum ágóða af sölunni verður varið til verkefna sem valin verða í samráði við Krabbameinsfélagið og Samhjálp kvenna, sem eru samtök kvenna sem greinst hafa með krabbamein í brjóstum
miðvikudagur, október 11
Kirkjur víða bleikar !
Í tilefni þess að október mánuður verður helgaður baráttu gegn brjóstakrabbameini verða ýmsar byggingar lýstar upp með bleiku ljósi um allan heim. Á Vestfjörðum verða Hótel Ísafjörður og hluti gamla kaupfélagshússins lýstur upp, á Hólmavík, Bolungarvík, Suðureyri, Þingeyri og Flateyri verða kirkjur staðanna baðaðar bleiku ljósi. Þetta er sjöunda árið í röð, sem þessu alþjóðlega árveknisátaki er hrint af stað, að frumkvæði Estée Lauder, og er bleik slaufa tákn átaksins. Konur eru þá fræddar um brjóstakrabbamein og hvattar til að nýta sér boð Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins um röntgenmyndatöku. Bleiku slaufurnar má nálgast í rúmlega þrjátíu verslunum hér á landi sem selja vörur frá Estée Lauder, þar á meðal er Silfurtorg á Ísafirði. Þær fást einnig á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði og í Ísafjarðarapóteki. Öllum ágóða af sölunni verður varið til verkefna sem valin verða í samráði við Krabbameinsfélagið og Samhjálp kvenna, sem eru samtök kvenna sem greinst hafa með krabbamein í brjóstum.
miðvikudagur, október 4
Orlofsdvöl á aðventu !!
Fræðslusetur kirkjunnar á Löngumýri hóf í samstarfi við Krabbameinsfélag Skagafjarðar og stuðningshópinn Dug að bjóða fólki sem greinst hefur með krabbamein og er á milli meðferða eða í uppbyggingarferli til hvíldardvalar hér fyrir norðan. Fyrsta skrefið var stigið í fyrra og eftir velheppnaðar dvalir krabbameinssjúklinga (og í mörgum tilvikum maka þeirra eða aðstandenda) í sumar, þá er ljóst að þörfin fyrir hvíldardvöl af þessum toga er til staðar og ugglaust ekki síður yfir vetrarmánuðina. Því langar okkur hér á Löngumýri að bjóða uppá helgardvöl fyrir þennan hóp nú í byrjun aðventu þ.e. langa helgi frá 30.nóv-3.des.
Hugmyndin er sú að þessa daga geti fólk notið aðdraganda jólanna, skrifað á jólakortin auk þess sem boðið er upp á jólaföndur og kennslu í því þar sem hægt væri að gera ódýrar og persónulegar jólagjafir. Jóla og aðventutónlist fengi að njóta sín og meðal annars kæmi kirkjukórinn og syngi fyrir fólkið auk hefðbundinnar helgistundar. Annars væri hvíldin og endurnæringin í forgrunni ásamt góðum mat og næði til íhugunar, því mikill áhugi er á að hafa hluta af tímanum t.d. frá kvöldmat að hádegi daginn eftir sem "kyrrðarstund", en hópurinn sem var í sumar tók vel í slíkar hugmyndir.
Fyrir þá sem setja akstur út á land að vetri fyrir sig þá gengur áætlun Hópferðamiðstöðvarinnar alla daga og ekur fólki hingað heim í hlað fyrir eitt orð.
Kostnaðurinn er auðvitað alltaf það sem spurt er um og mun Krabbameinsfélagið Sigurvon á Ísafirði bjóða 5 aðilum frítt fæði og uppihald, eina sem fólk þarf er að koma sér á staðinn !!
Pláss er fyrir allt að 30 manns í 17 herbergjum. Heitir pottar, kapella, hlýleg setustofa og rúmgóður matsalur.
Æskilegt er að umsóknir berist fyrir 1. nóvmeber 2006. Hægt er að hringja í síma 456-5650 eða senda tölvupóst á sigurvon@krabb.is
Hugmyndin er sú að þessa daga geti fólk notið aðdraganda jólanna, skrifað á jólakortin auk þess sem boðið er upp á jólaföndur og kennslu í því þar sem hægt væri að gera ódýrar og persónulegar jólagjafir. Jóla og aðventutónlist fengi að njóta sín og meðal annars kæmi kirkjukórinn og syngi fyrir fólkið auk hefðbundinnar helgistundar. Annars væri hvíldin og endurnæringin í forgrunni ásamt góðum mat og næði til íhugunar, því mikill áhugi er á að hafa hluta af tímanum t.d. frá kvöldmat að hádegi daginn eftir sem "kyrrðarstund", en hópurinn sem var í sumar tók vel í slíkar hugmyndir.
Fyrir þá sem setja akstur út á land að vetri fyrir sig þá gengur áætlun Hópferðamiðstöðvarinnar alla daga og ekur fólki hingað heim í hlað fyrir eitt orð.
Kostnaðurinn er auðvitað alltaf það sem spurt er um og mun Krabbameinsfélagið Sigurvon á Ísafirði bjóða 5 aðilum frítt fæði og uppihald, eina sem fólk þarf er að koma sér á staðinn !!
Pláss er fyrir allt að 30 manns í 17 herbergjum. Heitir pottar, kapella, hlýleg setustofa og rúmgóður matsalur.
Æskilegt er að umsóknir berist fyrir 1. nóvmeber 2006. Hægt er að hringja í síma 456-5650 eða senda tölvupóst á sigurvon@krabb.is
þriðjudagur, október 3
Bleika slaufan
Bleika slaufan er alþjóðlegt merki átaks til að vekja athygli á brjóstakrabbameini. Bleiku slaufurnar má nálgast í rúmlega þrjátíu verslunum hér á landi sem selja vörur frá Estée Lauder. Á Ísafirði fást þær einnig á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði og í Ísafjarðar-apóteki. Öllum ágóða af sölunni verður varið til verkefna sem valin verða í samráði við Krabbameinsfélagið og Samhjálp kvenna, sem eru samtök kvenna sem greinst hafa með krabbamein í brjóstum. Ár hvert greinast 160-170 íslenskar konur með brjóstakrabbamein, þar af er nær helmingurinn á aldrinum frá 30 til 60 ára. Fjöldi nýrra tilfella hefur verið að aukast en lífshorfurnar hafa einnig batnað mikið.
Áhugasömum er bent á að ýmsar gagnlegar upplýsingar um brjóstakrabbamein og árveknisátakið má finna á vefnum bleikaslaufan.is.
Áhugasömum er bent á að ýmsar gagnlegar upplýsingar um brjóstakrabbamein og árveknisátakið má finna á vefnum bleikaslaufan.is.