laugardagur, október 23
Vinir í Von hittust kl. 13 í dag að Pollgötu 4, nýju aðstöðu Sigurvonar, fengu sér kaffi og meðlæti og skipulögðu vetrarstarfið. Ákveðið var að hittast 2. og 4. hvern laugardag kl. 11 að Pollgötu 4, þ.s. starfið hófst óvenju seint í vetur er aftur hittingur næsta laugardag, eða 30. október, svo 13. nóvember, 27. nóvember og 11. desember. Einnig var ákveðið að koma saman á 1. miðvikudagskvöldi hvers mánaðar og ýmist prjóna, föndra, tálga eða taka í spil og fyrsti kvöldhittingurinn er miðvikudaginn 3. nóvember kl. 20:00 að Pollgötu 4 og næsti 1. desember kl. 20:00. Boðið verður upp súpu og meðlæti á laugardögum, haldið áfram göngutúrum í hádeginu, haldin ýmis námskeið s.s. sápugerð og boðið upp á fyrirlestra. Einnig er möguleiki á að hittast í Vesturafli í Mjallargötu, en verður það boðað sérstaklega og auglýst. Allar nánari upplýsingar um fundi Vina í Von er að finna hér hægra megin á síðunni, með því að smella á "Vinir í Von 2010" !
fimmtudagur, október 21
fimmtudagur, október 14
Fréttatilkynning - Ályktun !
Fjórðungssjúkrahúsið á Ísafirði |
Krabbameinsfélagið Sigurvon tekur heilshugar undir ályktun sem lögð var fram á borgarafundi 7. okt. s.l. og telur miður ef yfirvöld sjá ekki að sér í þessum efnum og bindi annars endahnút á þann árangur og umbætur sem Krabbameinsfélagið Sigurvon hefur unnið að undanfarin ár. Eftirfarandi ályktun var samþykkt samhljóða á stjórnarfundi Sigurvonar 12. október s.l.: “Stjórnarfundur haldinn á skrifstofu Sigurvonar 12. október 2010 hafnar alfarið þeim stórfellda niðurskurði á heilbrigðisþjónustu á Vestfjörðum sem lagður er til í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Þar með yrði bundinn endi á þann árangur og umbætur sem Krabbameinsfélagið Sigurvon hefur staðið að f.h. sinna félagsmanna undanfarin ár. Stjórnin krefst þess að fallið verði frá boðuðum niðurskurði á sjúkrasviði Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða og tryggt verði að Vestfirðingar búi við sambærilegt öryggi í heilbrigðismálum og aðrir landsmenn”.
Stjórn Sigurvonar
fimmtudagur, október 7
Bleikur föstudagur !
Bleikur Föstudagur ! |
Starfsfólk Krabbameinsfélagsins óskar ennfremur eftir því að fólk sendi félaginu myndir frá Bleika föstudeginum á netfangið laila@krabb.is þannig að hægt sé að setja það inn á síður félagsins, www.krabb.is ogwww.facebook.com/bleikaslaufan.
sunnudagur, október 3
Hvunndagshetju veitt Bleika slaufan !
Geirþrúði Charlesdóttur á Ísafirði var í dag afhent fyrsta bleika slaufan á norðanverðum Vestfjörðum og þar með hófst formlega árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélags Íslands og aðildarfélaga þess. Eins og alþjóð veit er Bleika slaufan er tákn Krabbameinsfélagsins í baráttunni gegn krabbameini hjá konum, einkum þó brjóstakrabbameini sem er algengast þeirra. Þetta hefur verið gert í áratug og hefur bleiki liturinn verið notaður til að leggja áherslu á málefnið. Í ár hefur verið ákveðið að veita hvunndagshetjum sem horfst hafa í augu við sjúkdóminn þann heiður að fá afhentar með viðhöfn eintak af slaufunni.
Hjá Krabbameinsfélaginu Sigurvon á norðanverðum Vestfjörðum var Geirþrúður fyrir valinu. Hún fékk brjóstakrabbamein 34 ára að aldri og eftir baráttu og sigur gegn sjúkdóminum hefur hún verið ötull stuðningsmaður í stríðinu gegn krabbameini. Ekki síst í gegnum Samhjálp kvenna sem eru samtök kvenna sem greinst hafa með krabbamein í brjóstum en þar hefur Geirþrúður verið meðal forystumanna í áraraðir.
Um 15 þúsund konur koma í Leitarstöð Krabbameinsfélagsins við Skógarhlíð á hverju ári og um fimm þúsund konur mæta í krabbameinsleit á vegum félagsins um allt land. Þetta veitir okkur tækifæri til að kynna konum ýmsar leiðir til að hafa áhrif á heilsuna, og það ætlum við að nýta okkur enn frekar,“ segir Ragnheiður Haraldsdóttir, forstjóri Krabbameinsfélags Íslands.
„Styðjið baráttuna gegn krabbameinum og hafið slaufuna ykkar sýnilega í októbermánuði,“ segir á vef Krabbameinsfélagsins. Slaufan kostar 1.500 krónur og er hönnuð af Ragnheiði I. Margeirsdóttur vöruhönnuði sem vann samkeppni Bleiku slaufunnar í ár. Innblástur er sóttur í þjóðleg klæði formæðra okkar, íslenska þjóðbúninginn og það sem honum fylgir.
thelma@bb.is
Bleika slaufan fæst í Apótekinu, Samkaupum og Pennanum/Eymundsson á Ísafirði !
Hjá Krabbameinsfélaginu Sigurvon á norðanverðum Vestfjörðum var Geirþrúður fyrir valinu. Hún fékk brjóstakrabbamein 34 ára að aldri og eftir baráttu og sigur gegn sjúkdóminum hefur hún verið ötull stuðningsmaður í stríðinu gegn krabbameini. Ekki síst í gegnum Samhjálp kvenna sem eru samtök kvenna sem greinst hafa með krabbamein í brjóstum en þar hefur Geirþrúður verið meðal forystumanna í áraraðir.
Um 15 þúsund konur koma í Leitarstöð Krabbameinsfélagsins við Skógarhlíð á hverju ári og um fimm þúsund konur mæta í krabbameinsleit á vegum félagsins um allt land. Þetta veitir okkur tækifæri til að kynna konum ýmsar leiðir til að hafa áhrif á heilsuna, og það ætlum við að nýta okkur enn frekar,“ segir Ragnheiður Haraldsdóttir, forstjóri Krabbameinsfélags Íslands.
„Styðjið baráttuna gegn krabbameinum og hafið slaufuna ykkar sýnilega í októbermánuði,“ segir á vef Krabbameinsfélagsins. Slaufan kostar 1.500 krónur og er hönnuð af Ragnheiði I. Margeirsdóttur vöruhönnuði sem vann samkeppni Bleiku slaufunnar í ár. Innblástur er sóttur í þjóðleg klæði formæðra okkar, íslenska þjóðbúninginn og það sem honum fylgir.
thelma@bb.is
Bleika slaufan fæst í Apótekinu, Samkaupum og Pennanum/Eymundsson á Ísafirði !