sunnudagur, febrúar 19
Samveruhópurinn hittist laugardagsmorguninn 18. feb. s.l. kl. 11:00 í húsnæði félagsins að Suðurgötu 9, 2. hæð. Tekin var ákvörðun um að samverustundir verði haldnar annanhvern laugardag í framhaldi af þessum (18. feb) þannig að næsti fundur hjá samveruhóp er 4.mars og svo koll af kolli. Nafn var valið á hópin, Vinir í von og hljómar það mjög vel
fimmtudagur, febrúar 16
Vantar nafn á stuðningshópinn !!
Merki Krabbameinsfélagsins Sigurvonar eftir Hallvarð Aspelund. Þátttakendur í fyrstu samverustund ársins hjá stuðningshópi Krabbameinsfélagsins Sigurvonar á norðanverðum Vestfjörðum fá að taka þátt í nafngift hópsins. Samverustundin verður haldin laugardaginn 18. febrúar kl. 11. Samverustundirnar hafa legið niðri um tíma af mörgum ástæðum. Nú hefjast þær á ný en markmið þeirra er að styðja við bak krabbameinssjúkra og aðstandenda þeirra. Samverustundin fer fram í húsnæði Krabbameinsfélagsins Sigurvonar en það hefur verið flutt og er nú til húsa að Suðurgötu 9 á Ísafirði. Opnunartími skrifstofu félagsins er enn sá sami, sem og sími. Skrifstofan er opin á þriðjudögum og miðvikudögum kl. 10–12 og á fimmtudögum frá 11-13.
thelma@bb.is
thelma@bb.is
Endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð - Ljósið
Skólstæðingar og aðstandendur krabbameinsgreindra hafa aðgang að endurhæfingar- og stuðningsmiðstöðinni. Leitast er við að skapa hlýlegt og heimilislegt andrúmsloft, þar sem mannlegar áherslur eru í fyrirrúmi og fólk upplifir sig velkomið.
Í starfsemin Ljóssins er boðið uppá einstaklings- og hópastarf í samvinnu með iðjuþjálfa, með það að markmiði að efla athafnir daglegs lífs, auka frumkvæði, styrkja sjálfstraust, draga úr kvíða, streitu, efla félagsleg tengsl, heilsu og lífsgæði almennt.
Miðstöðin er opin fyrir fólk á meðan það er í meðferð og eins eftir að það hefur lokið meðferð en þarf á stuðningi að halda.
Eftirfarandi eru nokkur dæmi um heilsueflandi verkefni sem boðið er upp á í dag.
Sjálfstyrking þar sem áhersla er lögð á jákvæðni og samhug m.a. útfrá geðorðunum.
Leirlist 2 hópar, yngri, eldri.
Jóga 2 hópar, léttur, erfiður
Handverkshús 2 sinnum í viku, allskonar handverk bæði fyrir karla og konur.
Gönguhópar 2 sinnum í viku.
Í undirbúningi er námskeið fyrir yngsta hópinn ca. 18-25 ára þar sem fræðsla, mataræði og almenn heilsuefling fer fram.
Auk þess er stefnt að margskonar fræðslu frá fagaðilum og fl.
Þeir sem hafa áhuga á endurhæfingu hjá Ljósinu geta annaðhvort haft samband í síma 561-3770, gsm 695-6636, eða sent inn læknisbeiðni.
Heimilisfangið er:
Ljósið, endurhæfingar-og stuðningsmiðstöð
Neskirkja
Hagatorg
107 Reykjavík.
www.ljosid.org
Í starfsemin Ljóssins er boðið uppá einstaklings- og hópastarf í samvinnu með iðjuþjálfa, með það að markmiði að efla athafnir daglegs lífs, auka frumkvæði, styrkja sjálfstraust, draga úr kvíða, streitu, efla félagsleg tengsl, heilsu og lífsgæði almennt.
Miðstöðin er opin fyrir fólk á meðan það er í meðferð og eins eftir að það hefur lokið meðferð en þarf á stuðningi að halda.
Eftirfarandi eru nokkur dæmi um heilsueflandi verkefni sem boðið er upp á í dag.
Sjálfstyrking þar sem áhersla er lögð á jákvæðni og samhug m.a. útfrá geðorðunum.
Leirlist 2 hópar, yngri, eldri.
Jóga 2 hópar, léttur, erfiður
Handverkshús 2 sinnum í viku, allskonar handverk bæði fyrir karla og konur.
Gönguhópar 2 sinnum í viku.
Í undirbúningi er námskeið fyrir yngsta hópinn ca. 18-25 ára þar sem fræðsla, mataræði og almenn heilsuefling fer fram.
Auk þess er stefnt að margskonar fræðslu frá fagaðilum og fl.
Þeir sem hafa áhuga á endurhæfingu hjá Ljósinu geta annaðhvort haft samband í síma 561-3770, gsm 695-6636, eða sent inn læknisbeiðni.
Heimilisfangið er:
Ljósið, endurhæfingar-og stuðningsmiðstöð
Neskirkja
Hagatorg
107 Reykjavík.
www.ljosid.org
miðvikudagur, febrúar 15
Jólakort Sigurvonar komin út
bb.is | 09.11.05 | 15:06
Síðdegissól við Skutulsfjörð eftir Reyni Torfason prýðir annað jólakorta Sigurvonar.
Krabbameinsfélagið Sigurvon hefur gefið út tvö ný jólakort með myndum eftir bæjarlistamann Ísafjarðarbæjar Reyni Torfason. Málverkin bera nöfnin Síðdegissól í Skutulsfirði og Vetur og Máni og voru þau bæði máluð upp úr aldamótum. Reynir var útnefndur bæjarlistamaður Ísafjarðarbæjar í febrúar. Hann hefur haldið fjölda sýninga á liðnum árum, bæði einka- og samsýningar. Verk hans má sjá víða og eru þau jafnt í eigu einstaklinga sem fyrirtækja og félagsamtaka. Jólakort Sigurvonar má nálgast í Bókhlöðunni, Blómaturninum, Birki ehf., Húsasmiðjunni, Skóhorninu, Hafnarbúðinni og einnig á skrifstofu félagsins. Ágóðinn rennur í styrktarsjóð Sigurvonar. Skrifstofa félagsins er til húsa að Sindragötu 11 á Ísafirði, annarri hæð, og er opin á þriðjudögum og miðvikudögum kl. 15.30–17.30 og á fimmtudögum kl. 11-13.
thelma@bb.is
Síðdegissól við Skutulsfjörð eftir Reyni Torfason prýðir annað jólakorta Sigurvonar.
Krabbameinsfélagið Sigurvon hefur gefið út tvö ný jólakort með myndum eftir bæjarlistamann Ísafjarðarbæjar Reyni Torfason. Málverkin bera nöfnin Síðdegissól í Skutulsfirði og Vetur og Máni og voru þau bæði máluð upp úr aldamótum. Reynir var útnefndur bæjarlistamaður Ísafjarðarbæjar í febrúar. Hann hefur haldið fjölda sýninga á liðnum árum, bæði einka- og samsýningar. Verk hans má sjá víða og eru þau jafnt í eigu einstaklinga sem fyrirtækja og félagsamtaka. Jólakort Sigurvonar má nálgast í Bókhlöðunni, Blómaturninum, Birki ehf., Húsasmiðjunni, Skóhorninu, Hafnarbúðinni og einnig á skrifstofu félagsins. Ágóðinn rennur í styrktarsjóð Sigurvonar. Skrifstofa félagsins er til húsa að Sindragötu 11 á Ísafirði, annarri hæð, og er opin á þriðjudögum og miðvikudögum kl. 15.30–17.30 og á fimmtudögum kl. 11-13.
thelma@bb.is
Krabbameinsfélagið Sigurvon flytur
bb.is | 17.11.05 | 13:07
Merki Krabbameinsfélagsins Sigurvonar eftir Hallvarð Aspelund.
Krabbameinsfélagið Sigurvon á norðanverðum Vestfjörðum hefur verið flutt og er nú til húsa að Suðurgötu 9 á Ísafirði. „Þetta er mun betri aðstaða og við erum mjög ánægð með flutninginn“, segir Ingibjörg Snorradóttir Hagalín starfsmaður félagsins. Opnunartími skrifstofu félagsins og sími er enn sá sami. Skrifstofan er opin á þriðjudögum og miðvikudögum kl. 15.30–17.30 og á fimmtudögum kl. 11-13. Símanúmer skrifstofunnar er 456-5650.
thelma@bb.is
Merki Krabbameinsfélagsins Sigurvonar eftir Hallvarð Aspelund.
Krabbameinsfélagið Sigurvon á norðanverðum Vestfjörðum hefur verið flutt og er nú til húsa að Suðurgötu 9 á Ísafirði. „Þetta er mun betri aðstaða og við erum mjög ánægð með flutninginn“, segir Ingibjörg Snorradóttir Hagalín starfsmaður félagsins. Opnunartími skrifstofu félagsins og sími er enn sá sami. Skrifstofan er opin á þriðjudögum og miðvikudögum kl. 15.30–17.30 og á fimmtudögum kl. 11-13. Símanúmer skrifstofunnar er 456-5650.
thelma@bb.is
Samverustund hjá Sigurvon
Laugardaginn 18. febrúar 2006 kl. 11 verður samverustund hjá stuðningsfélagi Krabbameinsfélagsins Sigurvonar. Vonast er eftir að fólk láti sjá sig og velji með okkur nafn á stuðningsfélagið. Þessi atburður á að fara fram í húsnæði félagsins hér í bæ. Nánar auglýst síðar.
Krabbameinsfélaginu Sigurvon berst stórgjöf
Sigurður Ólafsson afhendir Ólafíu Aradóttur gjaldkera Sigurvonar féð eftir að Gunnar Atli Gunnarsson hafði afhent honum ávísun upp á tæpa hálfa milljón króna. Mynd: bb.is
Á tónleikunum sem haldnir voru í Íþróttahúsinu á Ísafirði hinn 27. ágúst s.l. til styrktar Sigurvon söfnuðust 442.059.00 kr. Skipuleggjandi var Gunnar Atli Gunnarsson, 16 ára Ísfirðingur, og voru þeir honum og öllum þeim sem komu að tónleikunum til mikilla sóma.
Stjórn Sigurvonar vill koma þakklæti til allra þeirra sem að tónleikunum stóðu og gerðu þá svo eftirminnilega, allt það tónlistarfólk sem sótti okkur heim og heimamenn eiga miklar þakkir skilið og ekki síður þeir sem unnu við undirbúning að tónleikunum, en þess má geta að allir sem komu að tónleikunum gáfu sína vinnu og verður þessu fólki seint þakkað. Einnig ber að þakka öllum þeim fyrirtækjum sem styrktu tónleikana, þó ber sérstaklega að þakka Gunnari Atla og hans fjölskyldu fyrir stórkostlegt framtak og alla þá hlýju til Sigurvonar, en þetta er í þriðja sinn sem Gunnar heldur tónleika til styrktar Sigurvon.
Þess má að lokum geta að peningarnir renna í styrktarsjóð Sigurvonar,sem styrkist mjög við þessa höfðinglegu gjöf.
Fyrir hönd stjórnar Krabbameinsfélagsins Sigurvonar
Sigurður Ólafsson formaður.
25. OKTÓBER 2005
Á tónleikunum sem haldnir voru í Íþróttahúsinu á Ísafirði hinn 27. ágúst s.l. til styrktar Sigurvon söfnuðust 442.059.00 kr. Skipuleggjandi var Gunnar Atli Gunnarsson, 16 ára Ísfirðingur, og voru þeir honum og öllum þeim sem komu að tónleikunum til mikilla sóma.
Stjórn Sigurvonar vill koma þakklæti til allra þeirra sem að tónleikunum stóðu og gerðu þá svo eftirminnilega, allt það tónlistarfólk sem sótti okkur heim og heimamenn eiga miklar þakkir skilið og ekki síður þeir sem unnu við undirbúning að tónleikunum, en þess má geta að allir sem komu að tónleikunum gáfu sína vinnu og verður þessu fólki seint þakkað. Einnig ber að þakka öllum þeim fyrirtækjum sem styrktu tónleikana, þó ber sérstaklega að þakka Gunnari Atla og hans fjölskyldu fyrir stórkostlegt framtak og alla þá hlýju til Sigurvonar, en þetta er í þriðja sinn sem Gunnar heldur tónleika til styrktar Sigurvon.
Þess má að lokum geta að peningarnir renna í styrktarsjóð Sigurvonar,sem styrkist mjög við þessa höfðinglegu gjöf.
Fyrir hönd stjórnar Krabbameinsfélagsins Sigurvonar
Sigurður Ólafsson formaður.
25. OKTÓBER 2005
Hólmavíkurkirkja böðuð bleikri birtu
Hólmavíkurkirkja verður lýst upp í bleikri birtu út október til að minna á alþjóðlegt átak þar sem vakin er athygli á brjóstakrabbameini. Krabbameinsfélagið Sigurvon stóð fyrir því að lýsa upp Hólmavíkurkirkju en byggingar víða um land hafa verið baðaðar bleikum ljósum í mánuðinum og má þar nefna Safnahúsið á Ísafirði og Bessastaði. Með hliðstæðum hætti verða lýst upp tvö hundruð mannvirki og náttúruundur í fjörutíu löndum í tilefni átaksins, meðal annars Empire State í New York, Niagara fossarnir og Harrods í London. Árveknisátakið er nú haldið hér á landi í sjötta sinn en frumkvæði að því hafði snyrtivörufyrirtækið Estée Lauder. Markmiðið er að vekja athygli á brjóstakrabbameini, fræða fólk um sjúkdóminn og hvetja konur til að nýta sér boð leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins um röntgenmyndatöku.
BÆJARINS BESTA, 19. OKTÓBER 2005.
BÆJARINS BESTA, 19. OKTÓBER 2005.
Selja penna og lyklakippur
Krabbameinsfélagið Sigurvon stendur fyrir fjáröflun um helgina og nýtur við hana liðsinni nemenda 10. bekkja Grunnskólans á Ísafirði. Gengið verður í hús og mönnum boðið að kaupa penna og lyklakippur til styrktar félaginu. Það má búast við krökkunum í hús í Ísafjarðarbæ, Súðavík og Bolungarvík um helgina. Hugmyndin er að salan hefjist seinni partinn á föstudag. Við vonum að fólk taki vel á móti sölubörnunum, segir Sigurður Ólafsson, formaður Sigurvonar.
BÆJARINS BESTA, 13. OKTÓBER 2005.
BÆJARINS BESTA, 13. OKTÓBER 2005.
Ágóðinn um hálf milljón króna
Ágóði góðgerðartónleika Krabbameinsfélagsins Sigurvonar sem haldnir voru í íþróttahúsinu á Torfnesi í lok ágúst er um hálf milljón króna samkvæmt fyrstu tölum. Ég er því miður ekki kominn með nákvæmar tölur en þetta verður örugglega um eða yfir hálfa milljón, segir Gunnar Atli Gunnarsson skipuleggjandi tónleikanna. Allir sem komu að tónleikunum nema ljósamaðurinn Friðþjófur Þorsteinsson gáfu vinnu sína en settur var upp ljósabúnaður sem vegur 1.200 kg og er það stærsta ljósakerfi sem notað hefur verið á Vestfjörðum. Á tónleikunum komu fram Á móti sól, Birgitta Haukdal, Nylon, Sign, Davíð Smári Harðarson, Nine elevens, Apollo og Húsið á sléttunni. Leikarinn Steinn Ármann Magnússon var kynnir. Tónleikarnir voru haldnir þriðja árið í röð og í fyrsta sinn söfnuðust um 60 þúsund krónur og yfir 100 þúsund í fyrra. Stefnt er að því að tónleikarnir verði árlegur viðburður.
Styrktaraðilar tónleikanna voru Íslandsbanki, TM, Office 1, Sparisjóður Vestfirðinga, Flugfélag Íslands, Vífilfell, Hraðfrystihúsið-Gunnvör, Hárkompaní, Gamla Bakaríið, Póls og Landflutningar-Samskip. Þá gaf Ísafjarðabær ríflega 120 þúsund króna afslátt af leigu íþróttahússins..
BÆJARINS BESTA, 6. SEPTEMBER 2005.
Styrktaraðilar tónleikanna voru Íslandsbanki, TM, Office 1, Sparisjóður Vestfirðinga, Flugfélag Íslands, Vífilfell, Hraðfrystihúsið-Gunnvör, Hárkompaní, Gamla Bakaríið, Póls og Landflutningar-Samskip. Þá gaf Ísafjarðabær ríflega 120 þúsund króna afslátt af leigu íþróttahússins..
BÆJARINS BESTA, 6. SEPTEMBER 2005.
Framtakið skiptir félagið miklu máli
Tónleikar til styrktar Krabbameinsfélaginu Sigurvon á norðanverðum Vestfjörðum voru haldnir í íþróttahúsinu á Torfnesi á Ísafirði í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum blaðsins sóttu um 400 manns tónleikana sem haldnir voru að frumkvæði Gunnars Atla Gunnarssonar á Ísafirði. Á tónleikunum komu fram Á móti sól, Birgitta Haukdal, Nylon, Hildur Vala Einarsdóttir, Sign, Davíð Smári Harðarson, Nine elevens, Apollo og Húsið á sléttunni. Kynnir var leikarinn Steinn Ármann Magnússon. Tónleikarnir þóttu heppnast vel fyrir utan rúmrar hálftíma langrar tafar sem varð vegna bilunar í flugvélar sem flutti stjörnurnar frá Reykjavík.
Framtak af þessu tagi skiptir félagið gríðarlega miklu máli og sýnir hve hugur þeirra sem að tónleikunum stóðu til félagsins er jákvæður og frábær í alla staði. Ég vil ítreka þakklæti fyrir hönd Sigurvonar til allra sem komu að tónleikunum en svona verður seint fullþakkað, segir Sigurður Ólafsson, formaður krabbameinsfélagsins Sigurvonar.
Allir sem komu fram á tónleikunum gáfu vinnu sína en auk þess lögðu ýmsir aðrir hönd á plóg. Meðal styrktaraðila voru Íslandsbanki, Flugfélag Íslands, Office 1, Hraðfrystihúsið Gunnvör, Sparisjóður Vestfirðinga og Vífilfell. Þá leigði Ísafjarðarbær íþróttahúsið á 60 þúsund krónur í stað rúmlega 178 þúsund.
BÆJARINS BESTA, 26. ÁGÚST 2005.
Framtak af þessu tagi skiptir félagið gríðarlega miklu máli og sýnir hve hugur þeirra sem að tónleikunum stóðu til félagsins er jákvæður og frábær í alla staði. Ég vil ítreka þakklæti fyrir hönd Sigurvonar til allra sem komu að tónleikunum en svona verður seint fullþakkað, segir Sigurður Ólafsson, formaður krabbameinsfélagsins Sigurvonar.
Allir sem komu fram á tónleikunum gáfu vinnu sína en auk þess lögðu ýmsir aðrir hönd á plóg. Meðal styrktaraðila voru Íslandsbanki, Flugfélag Íslands, Office 1, Hraðfrystihúsið Gunnvör, Sparisjóður Vestfirðinga og Vífilfell. Þá leigði Ísafjarðarbær íþróttahúsið á 60 þúsund krónur í stað rúmlega 178 þúsund.
BÆJARINS BESTA, 26. ÁGÚST 2005.
Styrktarsjóður stofnaður
Aðalfundi krabbameinsfélagsins Sigurvonar á Ísafirði sem haldinn var fyrir skömmu var samþykkt stofnun styrktarsjóðs sem ber nafn félagsins. Stofnfé sjóðsins er ein milljón króna sem Bónus gaf félaginu í tilefni af 15. ára afmæli fyrirtækisins þann 8. apríl 2004. Í samþykktum styrktarsjóðsins segir að aðrar tekjur sjóðsins skuli koma frá minningarkortum sem sjóðurinn selur svo og frá frjálsum framlögum og gjöfum félagasamtaka, fyrirtækja og einstaklinga. Sigurður Ólafsson formaður Sigurvonar segir að tilgangur og markmið sjóðsins sé að efla hverja þá starfsemi sem lýtur að málefnum krabbameinssjúklinga á starfssvæði Sigurvonar og auka lífsgæði þeirra. Hann segir að sjóðurinn muni reyna að styrkja með einum eða öðrum hætti hvers komnar fræðslustarfsemi sem kemur krabbameinssjúklingum til góða. Einnig mun sjóðurinn veita styrki til annarra verkefna til dæmis í þágu umönnunar, meðferðar og lækningu krabbameinssjúklinga.
Að sögn Sigurðar geta allir félagsmenn Sigurvonar sótt um styrki úr sjóðnum svo og þeir sem starfa að málefnum krabbameinssjúklinga. Það er stjórn Sigurvonar sem fer með stjórn sjóðsins og segist Sigurður ekki efast um að hann eigi eftir að koma í góðar þarfir og hvetur hann alla þá sem áhuga hafa á styrkjum úr sjóðnum að hafa samband við félagið. Eins og áður kom fram nýtur sjóðurinn tekna af sölu minningarkorta sem félagið hefur til sölu og hvetur Sigurður alla sem styrkja vilja starfsemi sjóðsins til þess að kaupa minningarkortin sem seld eru í ýmsum verslunum á Ísafirði.
BB, 11. APRÍL 2005
Að sögn Sigurðar geta allir félagsmenn Sigurvonar sótt um styrki úr sjóðnum svo og þeir sem starfa að málefnum krabbameinssjúklinga. Það er stjórn Sigurvonar sem fer með stjórn sjóðsins og segist Sigurður ekki efast um að hann eigi eftir að koma í góðar þarfir og hvetur hann alla þá sem áhuga hafa á styrkjum úr sjóðnum að hafa samband við félagið. Eins og áður kom fram nýtur sjóðurinn tekna af sölu minningarkorta sem félagið hefur til sölu og hvetur Sigurður alla sem styrkja vilja starfsemi sjóðsins til þess að kaupa minningarkortin sem seld eru í ýmsum verslunum á Ísafirði.
BB, 11. APRÍL 2005
Stórtónleikar Sigurvonar
Góðgerðartónleikar til styrktar krabbameinsfélaginu Sigurvon verða haldnir í íþróttahúsinu á Torfnesi á Ísafirði 25. ágúst. Á tónleikunum koma fram Á móti sól, Birgitta Haukdal, Nylon, Hildur Vala Einarsdóttir, Sign, Davíð Smári Harðarson, Nine elevens, Apollo og Húsið á sléttunni. Ég held að þetta séu bara einir stærstu tónleikar sem haldnir hafa verið á Vestfjörðum. Það góða við þessa tónleika er að allir sem að koma að þeim eru að gefa vinnu sína, ég reiknaði það út að ef svo væri ekki þá myndu þeir kosta á aðra milljón, segir Gunnar Atli Gunnarsson, skipuleggjandi tónleikanna. Kynnar verða Sverrir Þór Sverrisson og Auðunn Blöndal sem betur eru þekktir sem Sveppi og Auddi úr Strákunum á Stöð 2. Tónleikarnir byrja kl. 19:30 og standa til kl. 22. Um er að ræða fjölskyldutónleika og áfengi eða önnur vímuefni eru með öllu bönnuð. Á tónleikunum verður prufað nýtt ljósakerfi sem Stöð 2 er að lána okkur, það er eitt það stærsta á Íslandi þannig að tónleikagestir ættu ekki að verða fyrir vonbrigðum, segir Gunnar Atli.
Auk þess sem allir sem koma fram á tónleikunum gefa vinnu sína leggja ýmsir aðrir hönd á plóg. Það gekk mjög vel að fá styrktaraðila í lið með mér, Íslandsbanki, Flugfélag Íslands, Office 1, Hraðfrystihúsið Gunnvör, Sparisjóður Vestfirðinga og Vífilfell hafa verið sérstaklega rausnarleg í því sambandi. Ég fékk góðan afslátt á íþróttarhúsinu og hafa samskipti mín við Skúla Ólafsson á Skóla- og fjölskylduskrifstofu og Halldór Halldórsson bæjarstjóra verið með eindæmum góð og hafa þeir hjálpað mér mikið, segir Gunnar Atli.
Forsala aðgöngumiða hefst í Íslandsbanka á miðvikudag og er takmarkað upplag af miðum. Miðaverð er 1.500 krónur.
BÆJARINS BESTA, 15. ÁGÚST 2005
Auk þess sem allir sem koma fram á tónleikunum gefa vinnu sína leggja ýmsir aðrir hönd á plóg. Það gekk mjög vel að fá styrktaraðila í lið með mér, Íslandsbanki, Flugfélag Íslands, Office 1, Hraðfrystihúsið Gunnvör, Sparisjóður Vestfirðinga og Vífilfell hafa verið sérstaklega rausnarleg í því sambandi. Ég fékk góðan afslátt á íþróttarhúsinu og hafa samskipti mín við Skúla Ólafsson á Skóla- og fjölskylduskrifstofu og Halldór Halldórsson bæjarstjóra verið með eindæmum góð og hafa þeir hjálpað mér mikið, segir Gunnar Atli.
Forsala aðgöngumiða hefst í Íslandsbanka á miðvikudag og er takmarkað upplag af miðum. Miðaverð er 1.500 krónur.
BÆJARINS BESTA, 15. ÁGÚST 2005
Sigurður áfram formaður
Aðalfundur Sigurvonar var haldinn 16. mars og voru almenn fundarstörf og kosið í stjórn. Formaður er Sigurður Ólafsson, aðrir stjórnarmenn Oddný Birgisdóttir, Auður H. Ólafsdóttir, Ólafía Aradóttir og Ingibjörg Sveinsdóttir. Varamenn í stjórn eru Sigríður Ragnarsdóttir (var aðalmaður) og Jóhanna Ása Einarsdóttir (búsett á Hólmavík). Úr stjórn gengu Árný B. Halldórsdóttir og Jóhann Magnússon heitinn. Styrktarsjóður Krabbameinsfélagsins Sigurvonar var stofnaður formlega og tekur sjóðurinn til starfa fljótlega.
I.S.H.
22. MARS 2005.
I.S.H.
22. MARS 2005.
Söfnuðu til styrktar Sigurvon
Tvö hjálpfús börn, þau Salmar Már Salmarsson Hagalín og Tanja Björk Ómarsdóttir á Ísafirði, lögðu hönd plóg fyrir gott málefni og söfnuðu tómum flöskum og dósum til styrktar Krabbameinsfélaginu Sigurvon. Fóru þau með flöskurnar í dósamóttökuna í dag og var andvirði þeirra 6.750 kr. sem rennur óskert til Sigurvonar. Salmar Már og Tanja Björk eru bæði á ellefta ári.
BÆJARINS BESTA, 21. MARS 2005.
BÆJARINS BESTA, 21. MARS 2005.
Aðalfundurinn verður 16. mars 2005
Aðalfundur Krabbameinsfélagsins Sigurvonar verður haldinn á Hótel Ísafirði miðvikudaginn 16. mars 2005 og hefst kl. 20.00. Venjuleg aðalfundarstörf. Kaffiveitingar í boði Sparisjóðs Vestfirðinga. Stöndum saman og fjölmennum á fundinn. Stjórnin.
3. MARS 2005.
3. MARS 2005.
Herferð gegn ljósabekkjanotkun unglinga
Fræðsluherferð gegn ljósabekkjanotkun unglinga hófst í dag og er það í annað sinn sem slíkri herferð er hrint af stað. Herferð gegn ljósabekkjanotkun unglinga er að hefjast í dag og verða send póstkort til allra barna og foreldra fermingarbarna ásamt brúnkukremi til að leggja áherslu á þessa herferð", segir Ingibjörg Snorradóttir Hagalín, hjá krabbameinsfélaginu Sigurvon á Vestfjörðum. Vakin er athygli á því að börn og unglingar séu næmari en aðrir fyrir skaðlegum áhrifum geislunar frá ljósabekkjum og sól og að brúnn húðlitur eftir sólböð geti verið merki um skemmdir í húðinni sem geta leitt til ótímabærrar öldrunar húðarinnar og jafnvel húðkrabbameins. Geislavarnir ríkisins, Landlæknisembættið, Krabbameinsfélag Íslands og Félag íslenskra húðlækna standa fyrir fræðsluherferðinni undir slagorðinu Hættan er ljós".
Samkvæmt könnunum sem IMG Gallup gerði vorið 2004 höfðu 25,2% unglinga á aldrinum 12-15 ára farið í ljós síðustu tólf mánuðina, þar af 13,6% piltar og 36,4% stúlkna. Nýleg athugun á vegum Geislavarna ríkisins og Umhverfisstofnunar bendir til þess að hér á landi séu á annað hundrað sólbaðsstofur og til samanburðar má geta þess að það er meira en í London þar sem um sjö milljónir búa.
45 manns greinast að meðaltali með sortuæxli í húð á ári hverju, samkvæmt upplýsingum frá krabbameinsskrá Krabbameinsfélagsins, og greinast 45 manns með önnur húðæxli og um 170 manns með svonefnd grunnfrumuæxli í húð. Tíðni húðæxla í heild hefur tvöfaldast á síðustu tíu árum.
BÆJARINA BESTA, 3. MARS 2005.
Samkvæmt könnunum sem IMG Gallup gerði vorið 2004 höfðu 25,2% unglinga á aldrinum 12-15 ára farið í ljós síðustu tólf mánuðina, þar af 13,6% piltar og 36,4% stúlkna. Nýleg athugun á vegum Geislavarna ríkisins og Umhverfisstofnunar bendir til þess að hér á landi séu á annað hundrað sólbaðsstofur og til samanburðar má geta þess að það er meira en í London þar sem um sjö milljónir búa.
45 manns greinast að meðaltali með sortuæxli í húð á ári hverju, samkvæmt upplýsingum frá krabbameinsskrá Krabbameinsfélagsins, og greinast 45 manns með önnur húðæxli og um 170 manns með svonefnd grunnfrumuæxli í húð. Tíðni húðæxla í heild hefur tvöfaldast á síðustu tíu árum.
BÆJARINA BESTA, 3. MARS 2005.
Þjónustumiðstöðin opin þrisvar í viku
Skrifstofa Krabbameinsfélagsins Sigurvonar að Sindragötu 11 á Ísafirði, annarri hæð, er opin á þriðjudögum og miðvikudögum kl. 10-12 og auk þess á fimmtudögum kl. 11-13. Síminn er 456 5650. Þar er einnig hægt að skilja eftir skilaboð á símsvara.
Starfsmaður félagsins er Ingibjörg Snorradóttir Hagalín. Netfang: sigurvon@snerpa.is og sigurvon@krabb.is Formaður félagsins er Sigurður Ólafsson, netfang bii@simnet.is
21. DESEMBER 2004.
Starfsmaður félagsins er Ingibjörg Snorradóttir Hagalín. Netfang: sigurvon@snerpa.is og sigurvon@krabb.is Formaður félagsins er Sigurður Ólafsson, netfang bii@simnet.is
21. DESEMBER 2004.
Minningarkort seld víða
Krabbameinsfélagið Sigurvon hefur látið prenta minningarkort sem verða seld á félagssvæðinu, sem er norðanverðir Vestfirðir og Strandir. Sölustaðirnir eru þessir:
Þingeyri: ● Essóskálinn.
Suðureyri: ● Olíufélagið Essó, Rómarstíg 10
Bolungarvík: ● Blómahornið, Hafnargötu 46.
Ísafjörður: ● Birkir ehf., Hafnarstræti 6. ● Blómaturninn, Aðalstræti 22.
● Heilbrigðisstofnunin. ● Íslandspóstur, Aðalstræti 18.
Súðavík: ● Víkurbúðin, Aðalgötu 1, Súðavík.
Hólmavík: ● Sólrún Jónsdóttir, sími 864 2182.
Ágóði af sölu minningarkortanna rennur til félagsins og er ætlunin að nota hann til stuðnings sjúklingum.
6. JANÚAR 2005.
Þingeyri: ● Essóskálinn.
Suðureyri: ● Olíufélagið Essó, Rómarstíg 10
Bolungarvík: ● Blómahornið, Hafnargötu 46.
Ísafjörður: ● Birkir ehf., Hafnarstræti 6. ● Blómaturninn, Aðalstræti 22.
● Heilbrigðisstofnunin. ● Íslandspóstur, Aðalstræti 18.
Súðavík: ● Víkurbúðin, Aðalgötu 1, Súðavík.
Hólmavík: ● Sólrún Jónsdóttir, sími 864 2182.
Ágóði af sölu minningarkortanna rennur til félagsins og er ætlunin að nota hann til stuðnings sjúklingum.
6. JANÚAR 2005.
Styrkur í stað jólakorta
Stjórnendur Hraðfrystihússins - Gunnvarar hf. hafa ákveðið að sleppa því að senda jólakort í ár og gefa Krabbameinsfélaginu Sigurvon andvirði kortanna. Nánar á bb.is
21. DESEMBER 2004.
21. DESEMBER 2004.
Samverustundir tvisvar í mánuði
Samverustundir þeirra er greinst hafa með krabbamein og aðstandenda verða fyrsta og þriðja fimmtudag í mánuði, kl. 20.00, í þjónustumiðstöð Krabbameinsfélagsins Sigurvonar að Sindragötu 11, annarri hæð, á Ísafirði. Allir velkomnir og alltaf heitt á könnunni.
Fyrsta samverustundin verður 2. desember og verður jólastemming, heitt kaffi á könnunni, piparkökur og kertaljós.
Heiðrún Björnsdóttir hefur umsjón með samverustundunum. Hægt er að ná í hana í síma 869 8286, fá upplýsingar og ræða við hana um mál er upp koma.
30. NÓVEMBER 2004.
Fyrsta samverustundin verður 2. desember og verður jólastemming, heitt kaffi á könnunni, piparkökur og kertaljós.
Heiðrún Björnsdóttir hefur umsjón með samverustundunum. Hægt er að ná í hana í síma 869 8286, fá upplýsingar og ræða við hana um mál er upp koma.
30. NÓVEMBER 2004.
Jólakortasalan hafin 2004
Krabbameinsfélagið Sigurvon hefur gefið út tvö ný jólakort. Tíu kort í pakka (fimm með hvorri mynd) með umslögum kosta 800 kr. Myndirnar málaði Anna Reykdal og gaf Sigurvon þær. Sölustaðir á Ísafirði eru m.a. Birkir ehf., Blómaturninn, Húsamiðjan og Skóbúð Leós. Á Hólmavík eru kortin seld hjá Sólrúnu Jónsdóttur Bröttugötu 2. Kortin eru einnig seld á skrifstofu félagsins að Sindragötu 11, sími 456 5650, og heimsend þaðan ef óskað er.
18. NÓVEMBER 2004.
Fundur um blöðruhálskirtilskrabbamein
Krabbameinsfélagið Sigurvon boðar til almenns fundar um blöðruhálskirtilskrabbamein. Fundurinn verður á Hótel Ísafirði þriðjudaginn 16. nóvember kl. 20. Frummælendur verða Þorsteinn Jóhannesson yfirlæknir á Ísafirði, sem ræðir um sjúkdóminn, og Jónas G. Ragnarsson hafnsögumaður, sem kynnir sjónarmið sjúklings. Að loknum framsöguerindum verða umræður og spurningum svarað. Kaffiveitingar í boði Sparisjóðs Vestfjarða. Krabbameinsfélagið Sigurvon hvetur karla sérstaklega til að koma á fundinn, svo og starfsfólk í heilbrigðisþjónustu.
9. NÓVEMBER 2004.
9. NÓVEMBER 2004.
Stórtónleikar til styrktar Sigurvon í ágúst 2004
Stúlknasveitin Nylon, Idol stjarnan Kalli Bjarni og unglingabandið Búdrýgindi eru meðal þeirra tónlistarmanna sem fram koma á góðgerðatónleikum sem haldnir verða í Grunnskólanum á Ísafirði laugardaginn 11. september. Tónleikarnir eru haldnir til styrktar krabbameinsfélaginu Sigurvon. Grínararnir landsþekktu, Sigurjón Kjartansson og Jón Gnarr, verða kynnar á tónleikunum sem eru skipulagðir af hinum 15 ára gamla athafnamanni Gunnari Atla Gunnarssyni sem í sumar starfaði sem aðstoðarmaður Einars Bárðarsonar, eiganda tónleikafyrirtækisins Concert.
Alls verða níu atriði í boði, en auk þeirra tónlistarmanna sem taldir hafa verið upp munu leika á tónleikunum sveitirnar Amos, Apollo, Spastízkur Raunveruleiki, Spittaz De Oro, Svitabandið og The 9/11.
Tónleikarnir hefjast klukkan 20 að kvöldi og kostar 1.000 krónur inn. Forsala aðgöngumiða hefst í Frummynd á Ísafirði 6. september. Tónleikarnir eru öllum opnir, það er að segja ekkert aldurstakmark og eru allir hvattir til að koma og sjá margar af stærstu hljómsveitum Íslands og í leiðinni að styrkja gott málefni, segir Gunnar Atli Gunnarsson, skipuleggjandi tónleikanna.
BÆJARINS BESTA (bb.is), 30. ÁGÚST 2004.
Alls verða níu atriði í boði, en auk þeirra tónlistarmanna sem taldir hafa verið upp munu leika á tónleikunum sveitirnar Amos, Apollo, Spastízkur Raunveruleiki, Spittaz De Oro, Svitabandið og The 9/11.
Tónleikarnir hefjast klukkan 20 að kvöldi og kostar 1.000 krónur inn. Forsala aðgöngumiða hefst í Frummynd á Ísafirði 6. september. Tónleikarnir eru öllum opnir, það er að segja ekkert aldurstakmark og eru allir hvattir til að koma og sjá margar af stærstu hljómsveitum Íslands og í leiðinni að styrkja gott málefni, segir Gunnar Atli Gunnarsson, skipuleggjandi tónleikanna.
BÆJARINS BESTA (bb.is), 30. ÁGÚST 2004.
Þakklát og hrærð yfir höfðinglegum styrk
Sigurður Ólafsson formaður Sigurvonar tekur við styrknum úr hendi Jóhannesar Jónssonar kaupmanns í Bónus
Sigurður Ólafsson, formaður Krabbameinsfélagsins Sigurvonar, veitti viðtöku í dag fyrir hönd félagsins einnar milljón króna styrk frá versluninni Bónus. Hann sagðist í samtali við bb.is vera mjög þakklátur og hrærður vegna þessa höfðinglega styrks. Það er mjög gleðilegt að hafa verið í þessum hópi sem hlaut styrk frá Bónus í dag. Allt eru þetta aðilar sem eru að vinna að mikilvægum verkefnum hver á sínu sviði og allir vel að styrkjunum komnir. Að starf okkar skyldi vekja áhuga forráðamanna Bónuss er mjög ánægjulegt og þessi mikli styrkur verður seint fullþakkaður, sagði Sigurður.
Jóhannes Jónsson, kaupmaður í Bónus, afhendi nokkrum félögum styrki, samtals að fjárhæð 15 milljóna króna, við hátíðlega athöfn á Nordica hótel í Reykjavík í dag. Styrkirnir eru veittir í tilefni af 15 ára afmæli Bónuss.
Sigurvon er gott nafn á félagi sem stofnað var fyrir rúmum tveimur árum á Ísafirði til að styðja krabbameinssjúka á norðanverðum Vestfjörðum. Vonin um sigur þarf alltaf að vera til staðar þegar barist er við erfiðan sjúkdóm eins og krabbameinið er. Varla er til sú fjölskylda á Íslandi í dag sem ekki þekkir með einhverjum hætti þennan vágest. Tilgangur Sigurvonar er einfaldur, styðja í hvívetna baráttuna gegn krabbameini og vill Bónus með einnar milljón króna framlagi til félagsins styðja þá baráttu, sagði Jóhannes í ræðu sem hann hélt við það tækifæri.
Stjórn Sigurvonar hefur ákveðið að styrkurinn verði nýttur sem stofnframlag að styrktarsjóði fyrir krabbameinssjúka á starfssvæði félagsins á norðanverðum Vestfjörðum. Sjóðurinn er í mótun þessa dagana og verður tilkynnt síðar um stofnun hans.
BÆJARINS BESTA (bb.is), 20. APRÍL 2004.
Sigurður Ólafsson, formaður Krabbameinsfélagsins Sigurvonar, veitti viðtöku í dag fyrir hönd félagsins einnar milljón króna styrk frá versluninni Bónus. Hann sagðist í samtali við bb.is vera mjög þakklátur og hrærður vegna þessa höfðinglega styrks. Það er mjög gleðilegt að hafa verið í þessum hópi sem hlaut styrk frá Bónus í dag. Allt eru þetta aðilar sem eru að vinna að mikilvægum verkefnum hver á sínu sviði og allir vel að styrkjunum komnir. Að starf okkar skyldi vekja áhuga forráðamanna Bónuss er mjög ánægjulegt og þessi mikli styrkur verður seint fullþakkaður, sagði Sigurður.
Jóhannes Jónsson, kaupmaður í Bónus, afhendi nokkrum félögum styrki, samtals að fjárhæð 15 milljóna króna, við hátíðlega athöfn á Nordica hótel í Reykjavík í dag. Styrkirnir eru veittir í tilefni af 15 ára afmæli Bónuss.
Sigurvon er gott nafn á félagi sem stofnað var fyrir rúmum tveimur árum á Ísafirði til að styðja krabbameinssjúka á norðanverðum Vestfjörðum. Vonin um sigur þarf alltaf að vera til staðar þegar barist er við erfiðan sjúkdóm eins og krabbameinið er. Varla er til sú fjölskylda á Íslandi í dag sem ekki þekkir með einhverjum hætti þennan vágest. Tilgangur Sigurvonar er einfaldur, styðja í hvívetna baráttuna gegn krabbameini og vill Bónus með einnar milljón króna framlagi til félagsins styðja þá baráttu, sagði Jóhannes í ræðu sem hann hélt við það tækifæri.
Stjórn Sigurvonar hefur ákveðið að styrkurinn verði nýttur sem stofnframlag að styrktarsjóði fyrir krabbameinssjúka á starfssvæði félagsins á norðanverðum Vestfjörðum. Sjóðurinn er í mótun þessa dagana og verður tilkynnt síðar um stofnun hans.
BÆJARINS BESTA (bb.is), 20. APRÍL 2004.
Héldu tombólu til styrktar Sigurvon
Stúlkurnar stóðu vaktina við tombóluborðið í gær. F.v. Aðalheiður Bára Hjaltadóttir, Lovísa Halldórsdóttir, Dagmey Kristjánsdóttir, Sigrún Gunndís Harðardóttir og Lilja Júlíusdóttir.
Fimm ungar stúlkur héldu tombólu í gær í bakgarðinum við Hafnarstræti 8 á Ísafirði til styrktar krabbameinsfélaginu Sigurvon. Ungu dömurnar létu ekki kulda og fámenni á sig fá enda er málefnið gott. Miðinn hjá þeim kostaði 50 krónur og voru glæsilegir vinningar í boði. Þannig höfðu þær náð að afla ríflega eitt þúsund krónur þegar ljósmyndara blaðsins bar að garði, síðdegis í gær.
BÆJARINS BESTA (bb.is), 15. APRÍL 2004.
Fimm ungar stúlkur héldu tombólu í gær í bakgarðinum við Hafnarstræti 8 á Ísafirði til styrktar krabbameinsfélaginu Sigurvon. Ungu dömurnar létu ekki kulda og fámenni á sig fá enda er málefnið gott. Miðinn hjá þeim kostaði 50 krónur og voru glæsilegir vinningar í boði. Þannig höfðu þær náð að afla ríflega eitt þúsund krónur þegar ljósmyndara blaðsins bar að garði, síðdegis í gær.
BÆJARINS BESTA (bb.is), 15. APRÍL 2004.
Sameiginlegar samverustundir 2004
Samverustundir þeirra er greinst hafa með krabbamein og aðstandenda þeirra hafa nú verið sameinaðar. Samverustundirnar munu verða á miðvikudögum tvisvar í mánuði, kl. 21.00, í þjónustumiðstöð Krabbameinsfélagsins Sigurvonar að Sindragötu 11, annarri hæð, á Ísafirði. Allir velkomnir og alltaf heitt á könnunni. Samverustundir á næstunni eru 14. apríl, 28. apríl, 12. maí og 26. maí. Tengiliður samverustundanna er Heiðrún Björnsdóttir. Hægt er að ná í hana í síma 869 8286, fá upplýsingar og ræða við hana um mál er upp koma. Allar nánari upplýsingar um fundartíma er einnig hægt að nálgast á bb.is (Á döfinni) eða í þjónustumiðstöð Sigurvonar, sem er opin á þriðjudögum og miðvikudögum kl. 15.30 og 17.30. Einnig er hægt að skilja eftir skilaboð á símsvara félagsins í síma 456 5650.
13. APRÍL 2004.
13. APRÍL 2004.
Upplýsingariti dreift á öll heimili
"Hagnýtar upplýsingar til krabbameinssjúklinga og aðstandenda þeirra" er nafn á upplýsingariti sem Krabbameinsfélagið Sigurvon hefur gefið út og verður í dag dreift á öll heimili á Vestfjörðum, allt frá Barðaströnd og norður á Strandir. Einnig mun ritið liggja frammi á Sjúkrahúsinu á Ísafirði og öllum heilsugæslustöðvum á Vestfjörðum. Ritið er hér til hægri á síðunni á pdf-formi, merkt "bæklingur".
17. FEBRÚAR 2004.
17. FEBRÚAR 2004.
Aðalfundur 17. mars 2004
Aðalfundur Krabbameinsfélagsins Sigurvonar verður haldinn á Hótel Ísafirði miðvikudaginn 17. mars og hefst kl. 20.00. Veitingar í boði Sparisjóðs Vestfjarða. Stöndum saman og fjölmennum á fundinn.
Stjórnin.
17. FEBRÚAR 2004.
Stjórnin.
17. FEBRÚAR 2004.
Skrifstofan 17. febrúar 2004
Skrifstofa Krabbameinsfélagsins Sigurvonar að Sindragötu 11 á Ísafirði, annarri hæð, er opin á þriðjudögum og miðvikudögum kl. 15.30 - 17.30. Síminn er 456 5650. Þar er einnig hægt að skilja eftir skilaboð á símsvara. Starfsmaður félagsins er Ólöf Hildur Gísladóttir. Netfang: sigurvon@snerpa.is og sigurvon@krabb.is
Formaður félagsins er Sigurður Ólafsson, formaður, netfang bii@simnet.is
17. FEBRÚAR 2004.
Formaður félagsins er Sigurður Ólafsson, formaður, netfang bii@simnet.is
17. FEBRÚAR 2004.
Styrkur frá rækjuseljanda og rækjuvinnslu
Enn hefur Sigurvon borist vegleg gjöf og nú frá rækjuseljanda og rækjuvinnslu, sameginlega fimmtíu þúsund krónur. Þetta eru Sævörur í Reykjavík og Miðfell á Ísafirði en þau sendu ekki út jólakort heldur styrktu Sigurvon. Það er ánæjulegt að vita að fyrirtæki skuli muna eftir félögum eins og Krabbameinsfélaginu Sigurvon þegar þau ákveða að senda ekki út jólakort heldur láta það renna til félagasamtaka eða líknarmála. Við erum ákaflega þakklát fyrir þessar veglegu gjafir og viljum koma innilegum þökkum fyrir, til forráðamanna þessara félaga.
6. JANÚAR 2004.
6. JANÚAR 2004.
Styrkur frá Póls
Póls h.f. á Ísafirði hefur styrkt Sigurvon um 50.000 krónur, eða andvirði jólakorta sem fyrirtækið ákvað að senda ekki út heldur láta peningana renna til Sigurvonar með von um að það komi félaginu að góðum notum.
22. DESEMBER 2003.
22. DESEMBER 2003.
Samverustund 17. des. 2003
Samverustund þeirra er greinst hafa með krabbamein verður haldin miðvikudaginn 17. desember kl. 20:30 á skrifstofu Krabbameinsfélagsins Sigurvonar að Sindragötu 11, 2. hæð, Ísafirði. Alltaf heitt á könnunni. Síðasti fundur fyrir áramót. Stöndum saman og fjölmennum á fundinn.
17. DESEMBER 2003.
17. DESEMBER 2003.
Fundur um brjóstakrabbamein 12.nóv. 2003
Krabbameinsfélagið Sigurvon boðar til almenns fundar á Hótel Ísafirði miðvikudaginn 26. nóvember kl. 20 í tilefni af árveknisátaki um brjóstakrabbamein. Frummælendur verða Þorsteinn Jóhannesson yfirlæknir á Ísafirði og Laufey Tryggvadóttir framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár Krabbameinsfélagsins.
Að loknum framsöguerindum verða umræður og spurningum svarað. Krabbameinsfélagið Sigurvon hvetur konur sérstaklega til að koma á fundinn, svo og starfsfólk í heilbrigðisþjónustu.
12. NÓVEMBER 2003
Að loknum framsöguerindum verða umræður og spurningum svarað. Krabbameinsfélagið Sigurvon hvetur konur sérstaklega til að koma á fundinn, svo og starfsfólk í heilbrigðisþjónustu.
12. NÓVEMBER 2003
Samverustundir á miðvikudögum 12. nóv. 2003
Samverustundir þeirra sem greinst hafa með krabbameinsjúkra verða á skrifstofu Krabbameinsfélagsins Sigurvonar að Sindragötu 11 á Ísafirði (annarri hæð) á miðvikudögum tvisvar í mánuði, fyrstu og þriðju viku hvers mánaðar kl. 20:30. Næstu fundir verða 19. nóvember, 3. desember og 17. desember.
Samverustund aðstandenda þeirra sem greinst hafa með krabbamein verða á miðvikudögum kl. 20:30, aðra og fjórðu viku hvers mánanaðar á skrifstofu Sigurvonar. Næstu fundir verða 12. nóvember, 26. nóvember og 10. desember.
Athugið að sjúklingar og aðstandendur geta haft samband við Heiðrúnu Björnsdóttir í síma 869-8286, fengið upplýsingar og rætt við hana um mál er upp koma.
12. NÓVEMBER 2003.
Samverustund aðstandenda þeirra sem greinst hafa með krabbamein verða á miðvikudögum kl. 20:30, aðra og fjórðu viku hvers mánanaðar á skrifstofu Sigurvonar. Næstu fundir verða 12. nóvember, 26. nóvember og 10. desember.
Athugið að sjúklingar og aðstandendur geta haft samband við Heiðrúnu Björnsdóttir í síma 869-8286, fengið upplýsingar og rætt við hana um mál er upp koma.
12. NÓVEMBER 2003.
Fjórðungssjúkrahúsið í bleiku ljósi
Fjórðungssjúkrahúsið á Ísafirði var sveipað bleiku ljósi í gærkvöldi og verður það eitthvað framvegis. Tilgangurinn með þessu er að minna á baráttuna gegn brjóstakrabbameini. Í október eru ýmsar þekktar byggingar lýstar upp með þessum hætti og í fyrra var gamla sjúkrahúsið á Ísafirði (Safnahúsið) bleiklitað þegar skyggja tók.
BÆJARINS BESTA, 2. OKTÓBER 2003.
BÆJARINS BESTA, 2. OKTÓBER 2003.
Fjáröflunartónleikarnir í GÍ:
Gunnar Atli afhendir Sigurði ávísun fyrir fénu
og fær viðurkenningarskjal í hendur.
Fjáröflunartónleikarnir í GÍ:
60 þúsund komu í hlut Sigurvonar
Sigurður Ólafsson, formaður Krabbameinsfélagsins Sigurvonar á norðanverðum Vestfjörðum, veitti í gær viðtöku nærfellt 60 þúsund krónum (kr. 59.210) sem komu í hlut félagsins af ágóða af góðgerðatónleikum 10. bekkjar Grunnskólans á Ísafirði. Það var nemandinn Gunnar Atli Gunnarsson sem afhenti Sigurði féð. Á tónleikunum sem haldnir voru á sal skólans komu fram ýmsar vestfirskar hljómsveitir og rann ágóðinn til Sigurvonar og í ferðasjóð 10. bekkjar. Sigurður afhenti Gunnari Atla í þakklætisskyni viðurkenningarskjal fyrir hönd Sigurvonar ásamt eftirfarandi bréfi frá stjórn félagsins:
Krabbameinsfélagið Sigurvon vill færa öllum þeim bestu þakkir, sem stóðu að hljómleikum sem haldnir voru í sal Grunnskólans á Ísafirði 11 september. Það er ánægjulegt til þess að vita, að ungt fólk skuli taka það upp hjá sjálfu sér að styrkja félagasamtök sem þessi um leð og það kemur saman og skemmtir sér án vímuefna. Peningaupphæð sem þessi skiptir félagið miklu máli, en ekki síður sá hugur sem þarna býr að baki. Við viljum ítreka þakklæti okkar og megi ykkur vel farnast í framtíðinni.
BÆJARINS BESTA, 19. SEPTEMBER 2003.
og fær viðurkenningarskjal í hendur.
Fjáröflunartónleikarnir í GÍ:
60 þúsund komu í hlut Sigurvonar
Sigurður Ólafsson, formaður Krabbameinsfélagsins Sigurvonar á norðanverðum Vestfjörðum, veitti í gær viðtöku nærfellt 60 þúsund krónum (kr. 59.210) sem komu í hlut félagsins af ágóða af góðgerðatónleikum 10. bekkjar Grunnskólans á Ísafirði. Það var nemandinn Gunnar Atli Gunnarsson sem afhenti Sigurði féð. Á tónleikunum sem haldnir voru á sal skólans komu fram ýmsar vestfirskar hljómsveitir og rann ágóðinn til Sigurvonar og í ferðasjóð 10. bekkjar. Sigurður afhenti Gunnari Atla í þakklætisskyni viðurkenningarskjal fyrir hönd Sigurvonar ásamt eftirfarandi bréfi frá stjórn félagsins:
Krabbameinsfélagið Sigurvon vill færa öllum þeim bestu þakkir, sem stóðu að hljómleikum sem haldnir voru í sal Grunnskólans á Ísafirði 11 september. Það er ánægjulegt til þess að vita, að ungt fólk skuli taka það upp hjá sjálfu sér að styrkja félagasamtök sem þessi um leð og það kemur saman og skemmtir sér án vímuefna. Peningaupphæð sem þessi skiptir félagið miklu máli, en ekki síður sá hugur sem þarna býr að baki. Við viljum ítreka þakklæti okkar og megi ykkur vel farnast í framtíðinni.
BÆJARINS BESTA, 19. SEPTEMBER 2003.
Sigurvon fékk fjárstuðning frá ungum stúlkum
Frá vinstri: Ólafía Aradóttir, Sigurður Ólafsson,
Íris Ösp Gunnarsdóttir og systurnar Heiðdís
Hrönn og Bylgja Dröfn Magnúsdætur.
Krabbameinsfélaginu Sigurvon barst fjárstuðningur um helgina þegar þær Íris Ösp Gunnarsdóttir og systurnar Heiðdís Hrönn og Bylgja Dröfn Magnúsdætur afhentu félaginu 11.400 krónur. Fénu öfluðu stelpurnar með því að halda tvær tombólur, aðra í miðbæ Ísafjarðar og hina í verslunarmiðstöðinni Ljóninu. Þetta kemur heldur betur að góðum notum, segir Ólafía Aradóttir hjá Sigurvon sem ásamt Sigurði Ólafssyni tók á móti fénu.
BÆJARINS BESTA, 30. JÚNÍ 2003.
Íris Ösp Gunnarsdóttir og systurnar Heiðdís
Hrönn og Bylgja Dröfn Magnúsdætur.
Krabbameinsfélaginu Sigurvon barst fjárstuðningur um helgina þegar þær Íris Ösp Gunnarsdóttir og systurnar Heiðdís Hrönn og Bylgja Dröfn Magnúsdætur afhentu félaginu 11.400 krónur. Fénu öfluðu stelpurnar með því að halda tvær tombólur, aðra í miðbæ Ísafjarðar og hina í verslunarmiðstöðinni Ljóninu. Þetta kemur heldur betur að góðum notum, segir Ólafía Aradóttir hjá Sigurvon sem ásamt Sigurði Ólafssyni tók á móti fénu.
BÆJARINS BESTA, 30. JÚNÍ 2003.
Fjölskyldu- og kynningardagur Sigurvonar
Krabbameinsfélagið Sigurvon heldur fjölskyldu- og kynningarhátíð í Kiwanishúsinu á Ísafirði laugardaginn 28. júní frá kl. 14 til 17. Er það von félagsins að sem flestir komi á hátíðina á þessum tíma og þyggi kaffi og vöfflur. Börn eru sérstaklega velkomin með foreldrum sínum. Hestamenn verða á staðnum, trúðar og sitthvað fleira. Síðast en ekki síst vill félagið bjóða öll langveik börn velkomin. Félagar mætum og gleðjumst! Stjórnin.
27. JÚNÍ 2003.
27. JÚNÍ 2003.
Lítið starfað í sumar
Þjónustumiðstöð Krabbameinsfélagsins Sigurvonar að Sindragötu 11 á Ísafirði verður ekki opin í sumar en hægt verður að hafa samband við Sigurð Ólafsson formann félagsins í síma 456 4102 og 893 1753 eða í tölvupósti, sigurvon@snerpa.is Einnig er hægt að hafa samband við aðra stjórnarmenn (sjá neðar á síðunni). Starfið hefst af fullum krafti í október, þá verða fundir stuðningshópanna og félagið tekur þátt í árveknisátaki um brjóstakrabbamein.
MAÍ 2003.
MAÍ 2003.
Súðvískar ungmeyjar styrkja Sigurvon
Tvær stúlkur í Súðavík, þær Sólveig Sigurjóna Gísladóttir og Anna Elísa Karlsdóttir, afhentu í gær Krabbameinsfélaginu Sigurvon á norðanverðum Vestfjörðum liðlega 17 þúsund króna styrk. Peningarnir eru afrakstur kökubasars sem þær héldu í þjónustumiðstöðinni í Súðavík. Sólveig Sigurjóna er á tólfta ári en Anna Elísa á því ellefta og basarinn var algerlega þeirra framtak. Þær sáu sjálfar um baksturinn að nokkru leyti en fengu að auki mömmur, ömmur og fleiri til að leggja til kökur. Eins og hjá mörgum í samfélaginu er málefnið þeim skylt. Sólveig missti afa sinn, Hermann Skúlason, úr krabbameini fyrir tæpum tveimur árum.
Sigurður Ólafsson og Ólafía Aradóttir frá Krabbameinsfélaginu Sigurvon tóku við gjöfinni í Súðavík í gær. Sigurður Ólafsson sagði geysigott að fá stuðning af þessu tagi. "Þær eru virkilega duglegar að styrkja félagið með þessum hætti og við kunnum þeim miklar þakkir fyrir. Það munar um minna. Þetta lýsir því hugarfari sem félagið okkar mætir í samfélaginu og við erum afskaplega þakklát fyrir", sagði Sigurður.
28. MAÍ 2003.
Sigurður Ólafsson og Ólafía Aradóttir frá Krabbameinsfélaginu Sigurvon tóku við gjöfinni í Súðavík í gær. Sigurður Ólafsson sagði geysigott að fá stuðning af þessu tagi. "Þær eru virkilega duglegar að styrkja félagið með þessum hætti og við kunnum þeim miklar þakkir fyrir. Það munar um minna. Þetta lýsir því hugarfari sem félagið okkar mætir í samfélaginu og við erum afskaplega þakklát fyrir", sagði Sigurður.
28. MAÍ 2003.
Stjórn Sigurvonar
Aðalmenn:
Sigurður Ólafsson, formaður, sími 894 4102, netfang bii@snerpa.is
Sigríður Ragnarsdóttir, ritari, sími 456 3010, netfang sigga-ti@snerpa.is
Ólafía Aradóttir, gjaldkeri, sími 864 6580, netfang ritari@isafjordur.is
Auður H. Ólafsdóttir, meðstjórnandi
Jóhann Magnússon, meðstjórnandi, sími 891 7704, netfang joimagg@mi.is
Varamenn:
Árný Halldórsdóttir
Oddný B. Birgisdóttir.
MAÍ 2003.
Sigurður Ólafsson, formaður, sími 894 4102, netfang bii@snerpa.is
Sigríður Ragnarsdóttir, ritari, sími 456 3010, netfang sigga-ti@snerpa.is
Ólafía Aradóttir, gjaldkeri, sími 864 6580, netfang ritari@isafjordur.is
Auður H. Ólafsdóttir, meðstjórnandi
Jóhann Magnússon, meðstjórnandi, sími 891 7704, netfang joimagg@mi.is
Varamenn:
Árný Halldórsdóttir
Oddný B. Birgisdóttir.
MAÍ 2003.
Vilt þú gerast félagi?
Nú er hægt að skrá sig hér sem félaga í Krabbameinsfélaginu Sigurvon. Vestfirðingar eru hvattir til að legga félaginu lið.
APRÍL 2003.
APRÍL 2003.
Fréttir af félagsstarfinu
Aðalfundur Krabbameinsfélagsins Sigurvonar á norðanverðum Vestfjörðum var haldinn á Hótel Ísafirði 19. mars 2003. Kaffi og meðlæti var í boði Sparisjóðs Vestfjarða. Á fundinn mættu rúmlega tuttugu manns, en mikið var um að vera í bænum þetta kvöld. (Sjá nánar frétt hér fyrir neðan).
Fyrsti fundur nýrrar stjórnar var haldinn í byrjun febrúar og var þar rætt um að efla félagið sem mest, fjölga félögum og auka tengsl við nágrannabyggðarlögin. Einnig var ákveðið að ræða við stéttarfélögin á staðnum um greiðslu fyrir félaga á dvalarkostnaði í íbúðum í Reykjavík, sem ætlaðar eru fyrir sjúklinga og aðstendendur þeirra. Er það mál komið af stað.
Félagið hefur látið hanna fyrir sig merki, sem að mínu mati er mjög gott og er hannað af Hallvarði E. Aspelund og er gjöf til félagsins, til minningar um Hermann Skúlason tengdaföður sinn. Kunnum við honum bestu þakkir fyrir.
Snerpa ehf. á Ísafirði hefur veitt félaginu aðgang að netþjónustu endurgjaldslaust og ber það einnig að þakka. Netfangið er Sigurvon@snerpa.is
Bæjarins besta, BB, hefur veitt okkur mikinn stuðning og meðal annars gefið félaginu fríar auglýsingar o.fl.
Síðast og ekki síst vil ég þakka öllum félögum Sigurvonar fyrir stuðninginn, því ekkert félag getur verið til án félaga.
Með kveðju,
Sigurður Ólafsson, formaður Sigurvonar.
15. APRÍL 2003.
Fyrsti fundur nýrrar stjórnar var haldinn í byrjun febrúar og var þar rætt um að efla félagið sem mest, fjölga félögum og auka tengsl við nágrannabyggðarlögin. Einnig var ákveðið að ræða við stéttarfélögin á staðnum um greiðslu fyrir félaga á dvalarkostnaði í íbúðum í Reykjavík, sem ætlaðar eru fyrir sjúklinga og aðstendendur þeirra. Er það mál komið af stað.
Félagið hefur látið hanna fyrir sig merki, sem að mínu mati er mjög gott og er hannað af Hallvarði E. Aspelund og er gjöf til félagsins, til minningar um Hermann Skúlason tengdaföður sinn. Kunnum við honum bestu þakkir fyrir.
Snerpa ehf. á Ísafirði hefur veitt félaginu aðgang að netþjónustu endurgjaldslaust og ber það einnig að þakka. Netfangið er Sigurvon@snerpa.is
Bæjarins besta, BB, hefur veitt okkur mikinn stuðning og meðal annars gefið félaginu fríar auglýsingar o.fl.
Síðast og ekki síst vil ég þakka öllum félögum Sigurvonar fyrir stuðninginn, því ekkert félag getur verið til án félaga.
Með kveðju,
Sigurður Ólafsson, formaður Sigurvonar.
15. APRÍL 2003.
Aprílfundur stuðningshópanna
Fundur stuðningshópa Krabbameinsfélagsins Sigurvonar var haldinn fimmtudaginn 3. apríl kl. 20:00 í húsnæði Sigurvonar að Sindragötu 11, Ísafirði.
APRÍL 2003.
APRÍL 2003.
Fyrsti fundur nýrrar stjórnar
Fyrsti fundur nýrrar stjórnar var haldinn þriðjudaginn 25. mars. Nýkjörin stjórn skipti með sér verkum: Sigurður Ólafsson er formaður, Sigríður Ragnarsdóttir ritari, Ólafía Aradóttir gjaldkeri, Auður H. Ólafsdóttir meðstjórnandi og Jóhann Magnússon meðstjórnandi. Í varastjórn eru Árný Halldórsdóttir og Oddný B. Birgisdóttir. Ákveðið var að stjórnarfundir verði haldnir fyrsta þriðjudag í hverjum mánuð. Á fundinum voru m.a. ræddar ýmsar hugmyndir að fjáröflun fyrir félagið og til kynningar á félaginu.
31. MARS 2003.
31. MARS 2003.
Sigurvon á bb.is
Nú er heimasíða okkar kominn inn á hægri spássíu fréttamiðilsins bb.is. Ef þið smellið á ,,meira" undir helstu fréttum bb.is þá koma fram heimasíður hinna ýmsu fyrirtæki og félagasamtök á Vestfjörðum. Þar er að finna heimasíðu krabbameinsfélagsins Sigurvonar. Við skorum á alla Vestfirðinga og aðra Íslendinga að gera bb.is að sinni upphafssíðu og fylgjast með gangi mannlífs á Vestfjörðum.
21. MARS 2003.
21. MARS 2003.
Sigurður Ólafsson kosinn formaður
Sigurður Ólafsson (Bíi) á Ísafirði hefur verið kjörinn formaður Krabbameinsfélagsins Sigurvonar á norðanverðum Vestfjörðum. Hann tekur við af Sigrúnu Sigurðardóttur, sem fluttist til Ólafsfjarðar fyrr í vetur. Fyrsti aðalfundur félagsins var haldinn 19. mars 2003. Starfsmaður Sigurvonar, Gylfi Þór Gíslason, sem jafnframt var fundarstjóri, las skýrslu fráfarandi formanns um starfið frá stofnun félagsins fyrir 16 mánuðum. Fram kom, að nú í byrjun mars barst félaginu höfðingleg peningagjöf frá hjónunum Halldóri Magnússyni og Ingu Magnúsdóttur til minningar um dóttur þeirra, Steinunni Björgu Halldórsdóttur, sem lést úr krabbameini fyrir tæpu ári.
Í vetur barst félaginu einnig peningagjöf frá Starfsmannafélagi Bakka. Þegar félagið var lagt niður var ákveðið að láta sjóð þess renna til Sigurvonar.
Fyrirhugað var að á fundinn í gær kæmi Bjarni Jónasson læknir, varaforseti Norrænu samtakanna um læknaskop, og héldi fyrirlestur um lækningahúmor. Bjarni komst ekki en í staðinn las fundarstjóri valda læknabrandara úr öllum bindunum af Nýjum vestfirskum þjóðsögum Gísla Hjartarsonar. Einnig tók Hallgrímur Kjartansson læknir á Ísafirði áskorun sem kom fram í Svæðisútvarpi Vestfjarða og kom með sögu af sjálfum sér.
Í skýrslu formanns kom fram, að fráfarandi stjórn hefði einsett sér að kynna félagið sem best á norðanverðum Vestfjörðum. Það var meðal annars gert með útgáfu fréttabréfs og opnum fundum og með því að bleikja Safnahúsið á Ísafirði (gamla sjúkrahúsið), svo eitthvað sé nefnt. Eina viku í október var húsið sveipað bleiku ljósi eftir að skyggja fór á kvöldin. Með þessu var verið að minna á starf Sigurvonar og jafnframt að vekja fólk til umhugsunar um brjóstakrabbamein, en það hefur víða verið gert með svipuðum hætti.
Í skýrslu sinni kvaðst Sigrún Sigurðardóttir hafa átt mjög mjög ánægjulega tíma í starfi formanns, svo langt sem það náði, því ég færði svo til allt í hendur Gylfa þegar ég flutti eftir eitt ár sem formaður. Hún þakkaði stjórninni fyrir mjög ánægjulegt samstarf og sagði að það hefði verið mjög góður hópur.
Prentuð hafa verið sérstök minningarkort til styrktar Sigurvon og eru þau seld á nokkrum stöðum á Ísafirði og í nágrenni. Félagið hefur einnig sett upp heimasíðu og er þar að finna allar upplýsingar um félagið og starfsemi þess. Söfnun félagsmanna hefur gengið mjög vel og eru þeir nú komnir yfir 200. Enn er að sjálfsögðu hægt að ganga í félagið með því að hafa samband við einhvern í stjórninni. Innheimta félagsgjalda fer fram með gíróseðli frá Sparisjóði Vestfjarða og er árgjaldið 1.500 krónur.
Krabbameinsfélagið Sigurvon var stofnað 4. nóvember 2001. Fyrsta stjórnin var þannig skipuð: Sigrún Sigurðardóttir, formaður, Hallgrímur Kjartansson, Sigríður Ragnarsdóttir, Ingibjörg Sveinsdóttir og Jóhann Magnússon. Varamenn voru Ásthildur Gestsdóttir og Ólafía Aradóttir.
Nú voru, auk Sigurðar Ólafssonar, kjörin í stjórn þau Ólafía Aradóttir, Jóhann Magnússon, Auður H. Ólafsdóttir og Sigríður Ragnarsdóttir. Í varastjórn voru kjörnar Oddný Birgisdóttir og Árný Halldórsdóttir. Þess má geta, að Sigurður Ólafsson var helsti hvatamaðurinn að stofnun Krabbameinsfélagsins Sigurvonar.
Kaffiveitingar á aðalfundi Sigurvonar voru í boði Sparisjóðs Vestfjarða.
21. MARS 2003.
Í vetur barst félaginu einnig peningagjöf frá Starfsmannafélagi Bakka. Þegar félagið var lagt niður var ákveðið að láta sjóð þess renna til Sigurvonar.
Fyrirhugað var að á fundinn í gær kæmi Bjarni Jónasson læknir, varaforseti Norrænu samtakanna um læknaskop, og héldi fyrirlestur um lækningahúmor. Bjarni komst ekki en í staðinn las fundarstjóri valda læknabrandara úr öllum bindunum af Nýjum vestfirskum þjóðsögum Gísla Hjartarsonar. Einnig tók Hallgrímur Kjartansson læknir á Ísafirði áskorun sem kom fram í Svæðisútvarpi Vestfjarða og kom með sögu af sjálfum sér.
Í skýrslu formanns kom fram, að fráfarandi stjórn hefði einsett sér að kynna félagið sem best á norðanverðum Vestfjörðum. Það var meðal annars gert með útgáfu fréttabréfs og opnum fundum og með því að bleikja Safnahúsið á Ísafirði (gamla sjúkrahúsið), svo eitthvað sé nefnt. Eina viku í október var húsið sveipað bleiku ljósi eftir að skyggja fór á kvöldin. Með þessu var verið að minna á starf Sigurvonar og jafnframt að vekja fólk til umhugsunar um brjóstakrabbamein, en það hefur víða verið gert með svipuðum hætti.
Í skýrslu sinni kvaðst Sigrún Sigurðardóttir hafa átt mjög mjög ánægjulega tíma í starfi formanns, svo langt sem það náði, því ég færði svo til allt í hendur Gylfa þegar ég flutti eftir eitt ár sem formaður. Hún þakkaði stjórninni fyrir mjög ánægjulegt samstarf og sagði að það hefði verið mjög góður hópur.
Prentuð hafa verið sérstök minningarkort til styrktar Sigurvon og eru þau seld á nokkrum stöðum á Ísafirði og í nágrenni. Félagið hefur einnig sett upp heimasíðu og er þar að finna allar upplýsingar um félagið og starfsemi þess. Söfnun félagsmanna hefur gengið mjög vel og eru þeir nú komnir yfir 200. Enn er að sjálfsögðu hægt að ganga í félagið með því að hafa samband við einhvern í stjórninni. Innheimta félagsgjalda fer fram með gíróseðli frá Sparisjóði Vestfjarða og er árgjaldið 1.500 krónur.
Krabbameinsfélagið Sigurvon var stofnað 4. nóvember 2001. Fyrsta stjórnin var þannig skipuð: Sigrún Sigurðardóttir, formaður, Hallgrímur Kjartansson, Sigríður Ragnarsdóttir, Ingibjörg Sveinsdóttir og Jóhann Magnússon. Varamenn voru Ásthildur Gestsdóttir og Ólafía Aradóttir.
Nú voru, auk Sigurðar Ólafssonar, kjörin í stjórn þau Ólafía Aradóttir, Jóhann Magnússon, Auður H. Ólafsdóttir og Sigríður Ragnarsdóttir. Í varastjórn voru kjörnar Oddný Birgisdóttir og Árný Halldórsdóttir. Þess má geta, að Sigurður Ólafsson var helsti hvatamaðurinn að stofnun Krabbameinsfélagsins Sigurvonar.
Kaffiveitingar á aðalfundi Sigurvonar voru í boði Sparisjóðs Vestfjarða.
21. MARS 2003.
Gjöf frá starfsmannafélaginu Bakka
Krabbameinsfélagið Sigurvon er nú komið á þriðja ár og eru félagar um 200. Félagið hefur fengið góð viðbrögð hjá íbúum á norðanverðum Vestfjörðum. Nýverið barst félaginu peningagjöf frá starfsmannafélaginu Bakka, en þegar það var lagt niður var ákveðið að láta fé sem var til á reikningi félagsins, kr. 22.175, renna til Sigurvonar. Sigurvon kann þeim bestu þakkir fyrir.
4. FEBRÚAR 2003.
4. FEBRÚAR 2003.
Verðlaun til reyklausra unglinga
Tóbaksvarnarnefnd og Krabbameinsfélag Íslands hafa undanfarin ár veitt 200 reyklausum unglingum í 9. og 10. bekkjum í grunnskólum landsins viðurkenningu fyrir að vera reyklaus. Í ár hlutu sjö nemendur á norðanverðum Vestfjörðum verðlaun. Fimm nemendur úr Grunnskóla Suðureyrar fengu verðlaun og tveir úr Grunnskóla Ísafjarðar. Fulltrúar Krabbameinsfélagsins Sigurvonar á norðanverðum Vestfjörðum afhentu verðlaunin.
BÆJARINS BESTA, bb.is, 31. DESEMBER 2002.
BÆJARINS BESTA, bb.is, 31. DESEMBER 2002.
Vitundarvakning um ristilkrabbamein
Hvað er ristilkrabbamein? Hver eru einkenni ristilkrabbameins? Hvernig er sjúkdómurinn greindur? Er hætta á að fá ristilkrabbamein? Er hægt að lækna ristilkrabbamein? Hversu algengt er ristilkrabbamein? Get ég dregið úr hættunni á að fá sjúkdóminn?
Krabbameinsfélagið Sigurvon stendur fyrir opnum fundi um ristilkrabbamein,
fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 7. nóvember á Hótel Ísafirði. Fundurinn hefst kl. 20:30. Fyrirlesari fundarins er Ásgeir Theodórs, læknir á St. Jósefspítalanum í Hafnarfirði. Ásgeir er sérfræðingur í meltingasjúkdómum.
5. NÓVEMBER 2002
Krabbameinsfélagið Sigurvon stendur fyrir opnum fundi um ristilkrabbamein,
fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 7. nóvember á Hótel Ísafirði. Fundurinn hefst kl. 20:30. Fyrirlesari fundarins er Ásgeir Theodórs, læknir á St. Jósefspítalanum í Hafnarfirði. Ásgeir er sérfræðingur í meltingasjúkdómum.
5. NÓVEMBER 2002
Safnahúsið á Ísafirði sveipað bleikum ljóma
Þessa viku er Safnahúsið á Ísafirði, betur þekkt sem Gamla sjúkrahúsið á Eyrartúni, sveipað bleiku ljósi eftir að skyggja fer á kvöldin. Með þessu er verið að minna á starf Krabbameinsfélagsins Sigurvonar á norðanverðum Vestfjörðum og jafnframt að vekja fólk til umhugsunar um brjóstakrabbamein, en það hefur víða verið gert með þessum hætti. Fyrir skömmu var þjónustumiðstöð Sigurvonar opnuð að Sindragötu 11, þar sem Djúpbáturinn var til húsa á sínum tíma. Þjónustumiðstöðin er opin á þriðjudögum og miðvikudögum milli kl. 10 og 12 en skrifstofustjóri er Gylfi Þór Gíslason.
Meðal þess sem Sigurvonarmenn gera á þessu hausti er að fara í grunnskóla og framhaldsskóla á svæðinu og ræða við ungmenni um afleiðingar reykinga. Í byrjun nóvember mun félagið bjóða upp á fræðslu Ásgeirs Theódórs læknis um ristilkrabbamein.
BÆJARINS BESTA, bb.is, 22. OKTÓBER 2002.
Meðal þess sem Sigurvonarmenn gera á þessu hausti er að fara í grunnskóla og framhaldsskóla á svæðinu og ræða við ungmenni um afleiðingar reykinga. Í byrjun nóvember mun félagið bjóða upp á fræðslu Ásgeirs Theódórs læknis um ristilkrabbamein.
BÆJARINS BESTA, bb.is, 22. OKTÓBER 2002.
Starf stuðningshópanna er að hefjast
Fyrsti fundur vetrarins hjá stuðningshópunum verður fimmtudaginn 3. október kl. 20 í húsnæði félagsins að Sindragötu 11 á Ísafirði.
2. OKTÓBER 2002
2. OKTÓBER 2002
Fræðslufundur um líknarmeðferð 23. apríl 2002
Þriðjudaginn 23. apríl kl. 11-14 verður fræðslufundur í boði Krabbameinsfélagsins Sigurvonar í fundarsal Heilbrigðisstofnunarinnar á Ísafirði. Sigrún Magnúsdóttir hjúkrunarfræðingur flytur erindi um líknarmeðferð. Sigrún er í líknarteymi Landspítalans og starfaði í sjö ár í Heimahlynningu Krabbameinsfélagsins.
17. APRÍL 2002
17. APRÍL 2002
Fundur stuðningshópanna 30. apríl 2002
Næsti fundir stuðningshópanna verður þriðjudaginn 30. apríl kl. 20.00 í húsnæði félagsins að Sindragötu 11. Þessi fundur er sameiginlegur fyrir einstaklinga sem greinst hafa með krabbamein og fyrir aðstandendur þeirra sem greinst hafa með krabbamein.
17. APRÍL 2002.
17. APRÍL 2002.
Reyklaus heimli - reyklausir vinnustaðir 12. mars 2002
Krabbameinsfélagið Sigurvon stóð nýlega fyrir fræðslu um reykingarvarnir. Fulltrúar Krabbameinsfélags Reykjavíkur voru með opið hús í matsal á 1. hæð Heilbrigðisstofnunarinnar á Ísafirði fimmtudaginn 7. mars, þeir fóru í fyrirtæki með stutta kynningu og voru með fræðslu í Grunnskólanum á Ísafirði. Ísafjarðar apótek veitti afslátt á nikótinvörum af þessu tilefni.
12. MARS 2002
12. MARS 2002
Tveir stuðningshópar stofnaðir - Janúar 2002
Fimmtudaginn 10. janúar var haldinn fundur um stofnun stuðningshópa. Hann gekk mjög vel og sóttu hann 35 manns. Hildur Björk Hilmarsdóttir, formaður stuðningsfélagsins Krafts og starfsmaður Krabbameinsfélags Íslands, flutti erindi um gildi og starfsemi stuðningshópa og svaraði fyrirspurnum. Tveir hópar voru stofnaðir, einn hópur fyrir þá sem greinst hafa með krabbamein, og er þá átt við þá sem eru að glíma við sjúkdóminn núna og einnig þá sem hafa glímt við hann og náð bata (sumt fólk virðist halda að þetta sé bara fyrir krabbameinssjúklinga, en ekki fyrrverandi sjúklinga). Hinn hópurinn er fyrir aðstandendur þeirra sem greinst hafa með krabbamein, er þá bæði átt við aðstandendur núverandi sjúklinga og þá sem hafa verið aðstandendur áður (hvort sem sjúklingur hefur náð bata eða látist).
20. febrúar 2002
Fyrstu fundir stuðningshópanna
Ákveðið hefur verið að stofna stuðningshópa innan Sigurvonar. Hóparnir verða tvenns konar til að byrja með, annars vegar fyrir krabbameinssjúklinga og hins vegar fyrir aðstandendur krabbameinssjúklinga. Seinna verður endurskoðað hvort þörf er á að stofna fleiri hópa eftir því hvernig starfið gengur.
Fundir verða síðustu þriðjudagskvöld og fimmtudagskvöld í hverjum mánuði kl. 20:00, í húsnæði félagsins að Sindragötu 11, gengið inn að sunnan og verða fyrstu fundir 26. og 28. febrúar.
Á þriðjudagskvöldum verður fundur fyrir aðstandendur krabbameinssjúklinga, er þar átt við þá sem eru aðstandendur núna eða hafa verið aðstandendur, hvort sem aðili hefur náð bata eða látist. Forsvarsmenn fyrir þann hóp eru Ásthildur Gestsdóttir og Anna Lind Ragnarsdóttir, nánari upplýsingar gefur Ásthildur í síma 898 8828.
Á fimmtudagskvöldum verður funur fyrir krabbameinssjúklinga, er þar átt við alla þá sem greinst hafa með krabbamein, líka þá sem náð hafa bata. Forsvarsmenn fyrir þann hóp eru Jóhann Magnússon og Heiðrún Björnsdóttir, nánari upplýsingar gefur Jóhann í síma 891 7704.
Við hvetjum alla sem greinst hafa með krabbamein og þá sem eru eða hafa verið aðstandendur krabbameinssjúklinga að mæta.
20. FEBRÚAR 2002
Ákveðið hefur verið að stofna stuðningshópa innan Sigurvonar. Hóparnir verða tvenns konar til að byrja með, annars vegar fyrir krabbameinssjúklinga og hins vegar fyrir aðstandendur krabbameinssjúklinga. Seinna verður endurskoðað hvort þörf er á að stofna fleiri hópa eftir því hvernig starfið gengur.
Fundir verða síðustu þriðjudagskvöld og fimmtudagskvöld í hverjum mánuði kl. 20:00, í húsnæði félagsins að Sindragötu 11, gengið inn að sunnan og verða fyrstu fundir 26. og 28. febrúar.
Á þriðjudagskvöldum verður fundur fyrir aðstandendur krabbameinssjúklinga, er þar átt við þá sem eru aðstandendur núna eða hafa verið aðstandendur, hvort sem aðili hefur náð bata eða látist. Forsvarsmenn fyrir þann hóp eru Ásthildur Gestsdóttir og Anna Lind Ragnarsdóttir, nánari upplýsingar gefur Ásthildur í síma 898 8828.
Á fimmtudagskvöldum verður funur fyrir krabbameinssjúklinga, er þar átt við alla þá sem greinst hafa með krabbamein, líka þá sem náð hafa bata. Forsvarsmenn fyrir þann hóp eru Jóhann Magnússon og Heiðrún Björnsdóttir, nánari upplýsingar gefur Jóhann í síma 891 7704.
Við hvetjum alla sem greinst hafa með krabbamein og þá sem eru eða hafa verið aðstandendur krabbameinssjúklinga að mæta.
20. FEBRÚAR 2002
Minningarkort til stuðnings sjúklingum
Krabbameinsfélagið Sigurvon hefur látið prenta minningarkort sem verða seld á félagssvæðinu, sem er norðanverðir Vestfirðir. Sölustaðirnir eru þessir:
Heilbrigðisstofnunin á Ísafirði.
Birkir ehf. Hafnarstræti 6, Ísafirði.
Blómaturninn Aðalstræti 22, Ísafirði.
Íslandspóstur Aðalstræti 18, Ísafirði.
Blómahornið, Hafnargötu 46, Bolungarvík.
Olíufélagið Essó, Rómarstíg 10, Suðureyri.
Víkurbúðin, Aðalgötu 1, Súðavík.
Essó skálinn Þingeyri.
Ágóði af sölu minningarkortanna rennur til félagsins og er ætlunin að nota hann til stuðnings sjúklingum.
Heilbrigðisstofnunin á Ísafirði.
Birkir ehf. Hafnarstræti 6, Ísafirði.
Blómaturninn Aðalstræti 22, Ísafirði.
Íslandspóstur Aðalstræti 18, Ísafirði.
Blómahornið, Hafnargötu 46, Bolungarvík.
Olíufélagið Essó, Rómarstíg 10, Suðureyri.
Víkurbúðin, Aðalgötu 1, Súðavík.
Essó skálinn Þingeyri.
Ágóði af sölu minningarkortanna rennur til félagsins og er ætlunin að nota hann til stuðnings sjúklingum.
Félagsmenn eru orðnir 170
Vel gengur að afla nýrra félagsmanna. Þeir voru um 50 á stofnfundinum 4. nóvember en eru nú orðnir 170. Þeir sem óska eftir að gerast félagsmenn geta skráð sig með því að hringja í síma 891 7654 eða með því að senda tölvupóst á sigrunsig@snerpa.is.
Desember 2001
Mánaðarlegir stjórnarfundir
Stjórn Krabbameinsfélagsins Sigurvonar hefur ákveðið að stjórnarfundir verði fyrsta fimmtudag í hverjum mánuði kl. 17. Heilbrigðisstofnunin Ísafirði hefur heimilað afnot af fundaherbergi.
DESEMBER 2001.
Stjórn Krabbameinsfélagsins Sigurvonar hefur ákveðið að stjórnarfundir verði fyrsta fimmtudag í hverjum mánuði kl. 17. Heilbrigðisstofnunin Ísafirði hefur heimilað afnot af fundaherbergi.
DESEMBER 2001.
Stofnfundur 4. nóvember 2001
Mánaðarlegir stjórnarfundir Stjórn Krabbameinsfélagsins Sigurvonar hefur ákveðið að stjórnarfundir verði fyrsta fimmtudag í hverjum mánuði kl. 17. Heilbrigðisstofnunin Ísafirði hefur heimilað afnot af fundaherbergi. DESEMBER 2001. Stofnfundur 4. nóvember 2001 Krabbameinsfélagið Sigurvon var stofnað á Ísafirði sunnudaginn 4. nóvember 2001. Starfssvæði þess er norðanverðir Vestfirðir. Krabbameinsfélagið Sigurvon Kennitala: 470102-4540